Dagur sannleikans

Mikið skelfing er lífið erfitt hjá bílafólkinu. Endalaust eignatjón og slys á fólki sem aldrei linnir sama hvað miklu fjármagni er kastað í "vegabætur". Þetta sannar að bílar henta ekki í íslenskri veðráttu.
 
Að vanda fór ég á reiðhjóli í vinnuna. Ekki lenti ég í neinum vandræðum enda sem hjólreiðamaður vanur því að þurfa að taka tillit til aðstæðna.  Á reiðhjóli er ég lika mun meðvitaðri um þessar aðstæður heldur en ef ég væri innilokaður inni í bíl í 30°C hita, með tóman maga á 70km hraða, hugsanlega að tala í símann og illa sofinn.

Eina vandamálið sem hjólreiðamenn á höfuðborgarsvæðinu standa frammi fyrir er ömurlegt aðstöðuleysi og óhugnarlega mikil bílaumferð. Ekki er hægt að hvarta yfir veðri. 

Það eina sem dugar er að lækka hámarkshraða í allri borginni niður í 30km. Efla almenningssamgöngur og leggja aðgreindar hjólreiðabrautir til jafns á við akbrautir. Setja svo það fé sem sparast vegna færri slysa, minna eignatjóns, bættrar lýðheilsu og tilkomuminni akbrautagerðar í öldrunarþjónustu og menntakerfið.

Förum svo að elska okkar nánustu meira en bílana okkar. Við höfum ekki gert það síðastliðna hálfa öld


mbl.is Tafir og umferðaróhöpp einkenndu umferðina í morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Kommon!

Halldór Egill Guðnason, 27.3.2007 kl. 22:39

2 Smámynd: Magnús Bergsson

Halldór, prófaðu bara og þú sannfærist

Magnús Bergsson, 27.3.2007 kl. 22:51

3 identicon

Já, ég er sammála.  Allir að keyra bílinn í sorpu og koma við í fálkanum og kaupa hjól eða henda söðli á bykkjuna.  Slá svo út rafmagninu af íbúðinni, loka fyrir heita og kalda vatnið, dömpa símanum í klósettið og líma setuna niður með kítti. Taka allt í ísskápnum og henda ofan í sýru. 

Jóhann Gunn (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 01:25

4 Smámynd:

Þetta er rétt hjá Magnúsi.

ég hjólaði í vinnuna þann 27. síðastliðinn (dagurinn sem snjórinn kom og allir eyddu miklum tíma í bílnum sínum). af mínum vinnufélögum var ég fljótastur á leiðinni í vinnuna og það skal tekið framm að ég bý ekki næst vinnustaðnum af okkur. þegar ég var mættur og búinn að svara mikilvægustu tölvupóstunum, mjög sáttur við lífið og tilveruna fóru þeir að mæta einn af öðrum mis-úttaugaðir af umferðar stressi.

Mínar tölur um ferðir til og frá vinnu:

akandi:  22 mínútur á góðum degi

hjólandi: 25 mínútur á góðum degi

Fyrir 3 mínútur í tímasparnað fyrir umferðastressið segi ég að það sé ekki þess virði. og með bættum hjólastígum yrði ég mun fljótari á hjólinu.

 Kveðja Fjölnir.

, 29.3.2007 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband