Föðurímynd

Ætli skýringuna á þessu mikla fylgi Sjálfstæðismanna sé að finna í leit almennings að föðurímyndinni?  Börn sem vart hafa séð föður sinn vegna mikillar yfirvinnu leita nú síðar að föðurímyndinni í Geir Haarde.    Ég man þá tíð þegar ég fékk í fyrsta sinn kosningarétt og hafði ekki hundsvit á pólitík þá kaus ég Sjálfstæðisflokkinn líklega vegna klæðaburðar  forustumann flokksins. Mér fannst eitthvað "föðurlegt" við þetta karlastóð.
Siðar þegar ég þornaði bak við eyrun og ég fór að hugleiða pólitík þá áttaði ég mig á því að Sjálfstæðisflokkurinn var ekki flokkur fólksins heldur flokkur sérhagsmuna og græðgisvæðingar. Ég hef því ekki kosið flokkinn nema í þetta eina skipti.
Íslendingar fara merkilega illa með það tækifæri sem þeir hafa til að þróa og bæta sitt samfélag. Þeir virðast ekki átta sig á því að pólitík er ekki fótboltafélag heldur afl sem hefur áhrif allt samfélagið, umhverfi og náttúru.
Líklega hefði einræðisherrann Franco bara haft mikið og hugljúft fylgi hér á landi hefði honum dottið í hug að drottna yfir Íslendingum.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með rúm 40% og VG með 21%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband