Elsku bíllinn minn og ég

Merkilegt hvað fáir bloggarar þora að tjá sig um þessa frétt. Líklega vita allir upp á sig skömmina. Ég gæti trúað því að ástandið sé ekkert betra hér á landi en á verstu stöðum í USA. Íslenskir ökumenn beita líklega fremur bílnum til að ógna samferðamönnum sínum en kjaftinum og flautunni eins og mig grunar að gert sé víða erlendis.

Ég sem hjólreiðamaður hef oftar en ekki komst í hann krappan í glímu minni við misgáfaða ökumenn.  Sem dæmi þar sem ökunám hér á landi er ákaflega fábrotið eru íslenskir ökumenn ákaflega fáfróðir um rétt hjólreiðafólks á akbrautum. Það hefur því oft gerst að ökumenn hafa sýnt mér ógnandi tilburði með því að þvinga mér út í vegkantinn og öskra samtímis að ég eigi að andskotast af akbrautunum og vera á gangstéttum. Ef þeir hefðu einhvertíma fengið ökunám við hæfi sem tæki mið af því að búa til góða ökumenn fremur en magn, þá kæmust þeir að því að hjólandi vegfarendur hafa sama rétt á því að vera á akbrautum og ökumenn. Hjólreiðamaðurinn er hinsvegar aðeins gestur á gangstéttum.

Íslenskir ökumenn taka ekkert tillit til umferðar sem fer eftir gangstéttum. Það er því stórhættulegt að hjóla eftir gangstéttum t.d. vegna inn-og útkeyrslna við öll hús.

"Trabant syndron" virðist hrjá ansi marga íslenska ökumenn þegar kemur að samskiptum við hjólandi vegfarendur. Þannig skiptir engu á hvaða hraða hjólreiðamaður er á, ökumaður þarf alltaf að fara fram úr honum, lika í 30Km hverfum. Það er líka lenska að byrja á því að fara frammúr hjólreiðamanni áður en tekin er hægri beygja.

Fyrir alla hjólreiðamenn sem vilja komast stóráfallalaust í gegn um lífið mæli ég með því að þeir læri að varast slysin með því að þekkja galla íslensku ökumannanna. Það má t.d. gera á http://bicyclesafe.com/

Orsökina fyrir slæmri umferðamenningu á íslandi er ekki síst að finna í hönnun umferðamannvirkjana. Allt um það á vef Landssamtaka hjólreiðamanna http://hjol.org  eða beint: http://www.islandia.is/lhm/BrefLHM/2004/athumferd.htm

Og að lokum er hér myndband sem dæmir sig sjálft:  Gamla konan og Benzinn


mbl.is Ökumenn í Miami mestu ruddarnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Það mætti nú reka áróður fyrir kurteisi og geðgæðum í umferðinni hér.

Jón Sigurgeirsson , 18.5.2007 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband