Til hamingju með kaflaskilin

Ég óska austfirðingum innilega til hamingju með sín kaflaskil. Nú geta þeir unað glaðir við sitt um "alla framtíð". Ég vona að sem flestir fái tækifæri til að hræra í báxít í fallegum asbestbúningi. Það er svo sannarlega ákaflega eftirsóknarvert og heppilegt starfsumhverfi fyrir austfirðinga.  

Allt sem austfirðinga hefur dreymt um getur nú orðið að veruleika. Stærri og fleiri flatskjáir inn í hvert herbergi, jafnvel inn á klósett. Ný eldhúsinnrétting, svona bara af því bara, eða vegna þess að það passar betur við nýja krómaða ameríska ískápinn eða nýja heimilishundinn. Dýrari íbúðir og stórfenglegri skuldir.  Stærri, nýrri, öflugri og fleiri bíla ofl. ofl.

Það er draumur að geta hugsað og framkvæmt eins og allt þetta lið á höfuðborgarsvæðinu.

Nú er bara að heimta fleiri göng, breiðari hraðbrautir og mislæg gatnamót við öll gatnamót eins og alvöru Reykvíkingar öskra á alla daga, svo lengi sem það er ekki nærri þeirra eigin húsum.  Austfirðingar hafa svo sannarlega fengið sín kaflaskil. Til hamingju með það og velkomnir í einsleitnina.

 


mbl.is Kaflaskil á Austurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband