15.6.2007 | 03:09
Hættið þessu bílabulli!
Það á alls ekki að fara út í að byggja mislæg gatnamót við KRIMI . Það er í raun fáránleg framkvæmd þar sem umferð er ekki meiri en hún er. Íslenskir bílstjórar eru ákaflega óþreyjufullir og taugaveiklaðir undir stýri. Þeir eru líka haldnir alvarlegum greindarskorti ef þeir halda að mislæg gatnamót við KRIMI bjargi einhverjum umferðarvanda. Ef einhverjum finnst bílumferðin mikil á þessum stað þá þarf að taka á því með vistvænum hætti. Það má t.d. fara um gatnamótin utan annatíma, þ.e.a.s fyrir utan þessa tvo tíma á sólahring sem allir setjast samtímis undir stýri. Þá ætti fólk að taka strætó. Svo er heldur ekki að finna neinar hjólreiðabrautir á þessum stað eða almennt á höfuðborgarsvæðinu. Það má því hefja framkvæmdir við lagningu hjólreiðabrauta. Erlendis, eins og t.d. í Hollandi væri bílaumferðin 30% minni við svona gatnamót þar sem 30% allra ferða þar eru farnar á reiðhjólum. Er það vegna þess að í því landi eru hjólreiðabrautir lagðar til jafns á við akbrautir. Hjólreiðar eru því alvöru valkostur í því landi. Þó ekki væri nema 10% aukning á hjólreiðum á Íslandi þá mundi sparast mikið fé við gerð galinna bílamannvirkja eins og þessara mislægu gatnamóta við KRIMI . Ég hvet fólk til að gefa sér tíma til að skoða málið frá öllum hliðum. Það er fullt af fólki sem býr í næsta nágrenni við þessi gatnamót. Hávaðamengun mun aukast mikið frá þessum stað því umferðaháfaði eykst í beinu hlutfalli við umferðarhraða. Bílamannvirki sem ganga út á það eitt að auka flæði bílaumferðar gera ekki annað en auka enn frekar á notkun bíla sem nú þegar er orðið alvarlegt vandamál. Framkvæmdin mun auka loftmengun s.s. losun koltvíeldis og svifrykmengun. Mislæg gatnamót hafa aldrei verið hönnum hér á landi með það í huga að auka flæði allra vegfarenda. Framkvæmdin mun því að vanda bitna á gangandi og hjólandi vegfarendum sem eru þær samgöngur sem borgaryfirvöld verða að fara horfa til. Ég vona að núverandi borgarstjórnarmeirihluti hafi vit á því að fara EKKI í þessa fáránlegu framkvæmd. Þó Sjálfstæðisflokkurinn hafi lofað þessu fyrir síðustu kosningar þá verður það þeim aðeins til tekna ef þeir hætta við. R-listinn gerði litið annað en mistök á sínum valdatíma þegar horft er til samgangna í Reykjavík. Það eina sem R-listinn gerði rétt var í raun að hafna mislægum gatnamótum við KRIMI . Ef bæta á samgöngur í Reykjavík þá þarf að MINNKA BÍLAUMFERÐ með því að bjóða upp á aðra valkosti, ekki bara í orði heldur líka á borði. Gerum hjólreiðar og almenningssamgöngur að raunhæfum valkosti þá verður meira pláss á akvegum fyrir þá sem í raun þurfa á bílum að halda. Arðsemi samgöngumannvirkja verður meiri vegna minna slits og það besta af öllu, borgin verður hreinni, hljóðlátari og heilbrigðari.
Öskjuhlíðagöng í stað mislægra gatnamóta? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:11 | Facebook
Athugasemdir
Þessi fullyrðing um að góðar samgöngur auki umferð hefur verið afsönnuð erlendis þar sem þó er mun betri aðstæður til að nóta almenningssamgöngur. Strætó er í sama djúpa skítnum eins og aðrir hér í borginni. Þá verður að líta til þess að umferðarmannvirki sem þér finnst allt í lagi að séu stífluð tímunum saman eru flóttaleiðir úr borginni.
Megin hluti af umferðarvandræðum á Íslandi er skipulagsleysi - ekki skortur á fé. Það er eins og skipuleggjendur séu gersneyddir hæfileika til að spá fram i tíman og mannvirki eru úrelt um leið og þau eru tekin í notkun. Það verður að athuga það að ekki er aðeins um óþolinmæði að ræða heldur auka illa hönnuð mannvirki á lífshættu og mengun.
Það er eins og þú gerir þér enga grein fyrir því að mengun verður mest við að taka af stað. Samfellt flæði á stoppa er því mengunarminnst og hættuminnst.
Er það ekki heimska að vilja forðast slíkt.
Jón Sigurgeirsson , 27.6.2007 kl. 01:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.