31.8.2007 | 21:23
BúmBúmKrass
Sama gamla sagan. Hvenær ætli mönnum lærist að bílar henta ekki í borgum. Það er sama hvað miklu fé er sólundað í vegabætur fyrir akandi umferð, það hefur bara ein sýnileg áhrif. ÞAÐ EYKUR BÍLAUMFERÐ.
Er ekki komin tími til að leggja t.d. hjólreiðabrautir og minnka bílaumferð. Það eru einu virku aðgerðirnar til að fækka slysum, minnka eignatjón, bæta lýðheilsu, bæta fjárhaginn, minnka háfaða og loftmengun.
Hér koma tvær fréttir úr umferðinni sem sýna að hraðbrautir og mislæg gatnamót bæta allavega ekki umferðaöryggi.
Innlent | mbl.is | 31.8.2007 | 16:41
Fimm bíla árekstur á Miklubraut
Innlent | mbl.is | 30.8.2007 | 19:49
Fjögurra bíla árekstur á Höfðabakkabrú
30 umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu í gær | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ó, Já,
mikið væri t. d. dásamlegt að fá hjólreiðabraut meðfram Vesturlandsveg í Mosfellsbæ. Þá gæti maður notað reiðhjól í Grafarholt eða Árbær. Hvernig á maður komast þangað án þess að setja líf sitt í hættu? Hvenær kemur sá tími að hjólreiðar eru viðurkennd sem samgöngumáta? Hvenær fáum við greiðar leiðir meðfram stofnbrautunum? Skyldi ég upplifað þetta áður ég fer á elliheimilið?
Úrsúla Jünemann, 4.9.2007 kl. 11:48
Mikið er ég sammála, hjólreiðabraut úr Mosó til Reykjavíkur verður að koma, og ekki bara þar á milli heldur bara út um allt.
steinimagg, 4.9.2007 kl. 14:31
Já og eitt enn munum eftir hjálminum þegar við hjólum þar sem bílar eru á ferð.
steinimagg, 4.9.2007 kl. 14:36
Því miður eigum við dómgreindarlausa stjórnmálamenn sem sjá ekki kosti þess að bæta aðgengi hjólreiðafólks. Ég er farinn að halda að ég muni ekki sjá þær úrbætur í þessu lífi.
En verðum við ekki að lifa í voninni? Við erum þó laus við fyrrverandi bílamálaráðherra sem var rangur maður á röngum stað í allt of langan tíma. Það er ekki ljóst hver er skoðun núverandi bílamálaráðherra. En vonandi getur hann kallast Samgönguráðherra á sama hátt og við höfum líklega eignast FYRSTA "Umhverfisráðherrann" með tilkomu núverandi stjórnar.
Magnús Bergsson, 6.9.2007 kl. 13:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.