Letingjar á bílum

Stjórnvöld hafa ekki gert annað en að bæta aðgengi og auka svigrúm fyrir bíla svo koma megi á móts við þarfir letingja þessa lands. Samt verða alltaf til svona umferðasultur. Nú þurfa stjórnvöld að hætta þessu rugli og bjóða upp á alvöru hjólreiðabrautir. Þannig má leysa þennan "bílavanda". Ef það gerist ekki með tilkomu hjólreiðabrauta, þá þykir fólki einfaldlega það skemmtilegt að vera í svona umferðasultum.

Þó stjórnvöld hafi ekki gert nokkuð skapaðan hlut til að bæta aðstöðu hjólreiðafólks fer ég allra minna ferða á reiðhjóli vegna þess að það er besta farartækið í þéttbýli. Fjölmiðlar ættu ekki að tala um mikla bílaumferð heldur einfaldlega hvetja almenning til að nota reiðhjól innan borgarmarkana. 


mbl.is Morgunumferðin þung í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Quackmore

Já, eða bjóða upp á notendavænar almenningssamgöngur. 

Quackmore, 6.9.2007 kl. 14:00

2 identicon

almenningssamgöngur eru nú alls ekki slaemar í Rvík finnst mér en thad er frekar naudsynlegt ad gera eitthvad fyrir fólkid á hjóli...

stefan (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 14:06

3 identicon

Því miður er það varla raunhæf lausn að leysa umferðarvanda Reykvíkinga með því einu að leggja fleiri hjólabrautir.

Mér finnst fínt stígakerfið fínt (ég tel það ekki vera ástæðu þess að fáir noti reiðfákinn) og ég reyni að fara hjólandi allra minna ferða en gallinn er að maður kemur alltaf bullsveittur á áfangastað.

Einnig er það varla hægt að ætlast til af fertugri húsmóðir í Hafnarfirði sem þarf að koma börnum í leikskóla og mæta svo í vinnuna í miðbæ reykjavíkur að redda þessu á hjóli. Síðan eru matarinnkaupin eftir etc etc...
Það þarf hörku til að standa í slíkum stórræðum - sérstaklega í Febrúar-roki og slagveðri.

Það þarf annað að koma til. Bættari almenningsamgöngur væru hugmynd. En það er bara erfitt og dýrt að halda uppi tíðum strætóferðum hér á höfuðborgarsvæðinu því borgin er svo dreifð.

Nær væri að fólk tæki sig til og ferðaðist saman til og frá vinnu (car pooling). Þetta þekkist víða erlendis og sparar heilmikið.

Einnig þyrfti að þétta búsvæðin í framtíðinni og stytta þannig vegalengdir og hætta að þenja höfuðborgina út lengra og lengra uppí sveit.

Ormurinn (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 12:46

4 Smámynd: Morten Lange

Sammála "Orminum", að mestu, en með því að gefa fólki tækifæri til örugga geymslu hjóla við skiptistöðva eins og Mjódd og nokkrum völdum biðstöðvum, yrði hægt fyrir fleiri að nota strætó.  Þannig er þetta gert mjög viða.
 
Í Kaupmannahöfn gera hjólreiðar rúmlega 30% umferðar, og lang flestir hjóla líka á vetrurna þrátt fyrir að kælinginn af raka og kalda loftinu geti verið sambærilegur og hér í Rvk. Það eru borgir í norður-Finnlandi, í suður-Svíþjóð, og mið-Noregi (svipað langt norður og Reykjavík og með slagviðri) þar sem hlutfall ferða gera 12-25%. 

Ef að notendur bíla hefðu þurft að borga það sem bílastæðin  kosta, það sem umferðarslysin, mengunin  og  byggingarlandið sem þeir eyða eða valda kostar, þá  yrði samkeppnisstaða bílsins strax miklu veikari. Þetta hefur komið fram í fjölmörgum rannsóknum.  Mér skilst að eitt bílastæði kosti um milljón og fyrir hvern einkabíll eru að  amk þrjú fjögur stæði byggt  á  Höfuðborgarsvæðinu. Í fæstum er borgað. Og þetta er bara byrjunin.

Á þeim punkti sem við erum núna hefur aukin notkun bíla ótrúlega marga kostnaðarliða sem notandinn ekki borgar fyrir ( "externalities" ), nema að mjög litlu leyti í genum skattana.  

Hins vegar hefur aukin notkun reiðhjóla, ( og í aðeins minna mæli ganga  og notkun almenningssamgangna )  mjög  jákvæð áhrif  sem  notendur þess  eru ekki umbunað fyrir.
Það  ætti strax á komandi þingi að setja lög sem alla vega gerir óleyfilegt að mismuna fólki með greiðslum eftir samgöngumáta.  Allir ættu að hafa rétt  á sömu upphæð   á  kílómeter  óháð  samgöngumáta  innan þéttbýlis , óháð  samgöngumáta.   Það er markaðsskekkja, ef ekki annað að umbuna fólki með auka greiðslur vegna þess að þeir velja að vera á bíl, í stað þess að nota strætó, ganga, hjóla eða sameinast um bíl.  Varðandi að umbuna þeim sem sameinast um bíl, þá hef ég mínar efasemdir. Ég er hræddur um að það væri nauðsýnlegt með smá skriffinnsku um þetta, þannig að fólk tæku ekki upp á því að vera einkabílstjórar hvers annars, eins og tíðkast nú þegar hjá sumum.

Lausnir í umferðamálum eru að skjóta upp kollinum viða, og nokkur dæmi eru :

  • Fullt af hjólum næstum því ókeypis til leigu, og þeim má sækja og skila viða um borgina ( París  : 20.000 hjól, London og Beiijng eru að skoða þessu líka, margir borgir hafa þetta í minni skala, en Drammen í Noregi liggur núna í annað eða þriðja sæti v. fjöldi reiðhjóla miðað við fjöldi íbúa  )
  • Skattaívilnun til fyrirtækja sem styðja reiðhjólakaup til notkun í og úr vinnu  (Bretland)
  • Hvatning til fyrirtækja um að búa til samgönguáætlun (transport plan) og þar með fækka bílferðum, bæði í og úr vinnu og sem hluti af starfseminni  (Bretland, nokkur norðurlönd, og víðar)
  • Lækkun iðgjalda í  lífs-  og sjúkratrygginga fyrir þá sem hjóla ( Þýskaland)
  • Fækkun bílastæða og hækkun verðs á þeim í miðborgina ( Kaupmannahöfn og eflaust víðar )
  • Þrengslaskattur á einkabílum í miðborginni, þegar mesti  umferðin er (London, Stokkhólmur, Singapore( ? ), og verið að ræða í Ný Jork og víðar )
  • Starfsmenn fá peninga og geta valið að eyða þeim í bílastæði eða eitthvað annað ( Fjölmörg fyrirtæki í Seattle, sem voru uppiskroppa með bílastæði )
  • Í Seattle  var reiknað út  hve  breið  hraðbraut í gegnum borgina þurfti  að vera  til þess að virkilega  anna umferðina. Þetta var svo sjúklega  breitt og íbúar voru nokkuð samheldnir á móti breikkun að ekkert varð úr.  Í staðinn hefur þróunin frekar verið að gefa fólkinu  aftur svæði sem bílinn hefði fengið, og þetta virkar vel að sögn, eins og í Kaupmannahöfn og í fjölmörgum Hollenskum, þýskum og sænskum borgum, auk nokkurra í BNA.

Ég mæli með nokkrum  þáttum í þáttaröðinni Krossgötum :

http://www.ruv.is/podcast/ 

http://ruv.podcast.is/krossgotur/podcast.xml

http://ruv.podcast.is/krossgotur/2007.05.12.m4a

Fjallað um bílaborgina. Rætt við umferðaverkfræðingana Þorstein Hermannsson hjá VGK Hönnun og Samúel T. Pétursson verkfræðing hjá Línuhönnun um valkosti í almenningssamgöngum. Rætt við Jens Ruminy um lestarsamgöngur á Íslandi. 

http://ruv.podcast.is/krossgotur/2007.05.05.m4a

Í þættinum er fjallað um Grænu áætlunina sem M. Bloomberg borgarstjóri í New York kynnti fyrir nokkru.  Rætt við Hilmar Sigurðsson íbúa í Hlíðunum um hávaðann og mengunina af Miklubraut.  Rætt við Ágústu S. Loftsdóttur verkefnisstjóra Vistvæns eldsneytis og Egil Jóhannsson formann bílgreinasambandsins. 

http://ruv.podcast.is/krossgotur/2007.05.26.m4a

Rætt við Hrund Skarphéðinsdóttur verkfræðing um breytt gatnaskipulag borgarinnar. Rætt við Magnús Bergsson formann landssamtaka hljólreiðamanna um hjólreiðastíga í Reykjavík og hjólreiðar sem valkost í samgöngum.

  

Morten Lange, 10.9.2007 kl. 01:00

5 identicon

Ég er mjög ósammála Morten Lange:

"Í staðinn hefur þróunin frekar verið að gefa fólkinu  aftur svæði sem bílinn hefði fengið, og þetta virkar vel að sögn, eins og í Kaupmannahöfn og í fjölmörgum Hollenskum, þýskum og sænskum borgum, auk nokkurra í BNA."

Thad er einmitt út af thessi medferd ad í Hollandi fólkid getur ekki einu sinni komid á áfangastad thegar naudsýnlegt er. Holland er alls ekki gott daemi! Thad thydir ekkert ad segja "að gefa fólkinu aftur svæði sem bílinn hefði fengið", fólk sem keyrir á bíl er lika "fólk". Vonandi gera Íslendingar ekki sama mistök og t.d. Hollendingar...

stefan (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband