4.12.2007 | 20:45
Sundabraut í bílaborginni Reykjavík
Ég datt inn á "skemmtilegt" myndband frá Rússlandi. Þar sem þetta voru jarðgöng af nýjustu gerð og greinilega af þeirri gerð sem öllu bílafólki dreymir um þá var mér óneytanlega hugsað til Sundabrautar, ekki síst í ljósi þess að umferðarmenning í Rússlandi svipar til þeirrar Íslensku.
Hér er hægt að horfa á myndbandið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:00 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er ótrúleg og alveg furðulegt að sjá hvernig sumir bara allt í einu klessa á, menn geta sofnað við stýrið og þá getur ýmislegt skeð, ég hef nú ekki enn heyrt um neinn sem hefur sofnað á reiðhjóli :-)
Var í Brussel um helgina og var nú hugsað til umferðarþungans í Reykjavík, hann er afskaplega lítill miðað við þar, í miðbænum voru allar götur fullaf af bílum sem hreifðust hvorki eitt né neitt og var það þannig á öllum götunum sem við löbbuðum á og voru þær nú annsi margar. Ég var hissa á því hvað það var lítið af reiðhjólum, bara svona eitt og eitt, reiðhjólabrautirnar eru víst mjög einkennilegar eða svona svipað og á Laugaveginum, kannski fín hjólarein á einni götu en svo þegar farið er yfir gatnamót þá er kannski eingin hjólarein þar, þetta er víst mun betra í Flæmska hlutanum en þeim Franska. Eitt fannst mér sniðugt en það voru reiðhjóla leigur út um allt, bara skella nokkum evrum í sjálfsalann og hjóla af stað, var ekki viss um hvort að maður þyrfit að skila hjólinu í sama statíf en líklega ekki.
steinimagg, 12.12.2007 kl. 09:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.