Að drulla yfir borgarbúa

Stjórnarskiptin í Reykjavík eru með því sóðalegasta sem ég hef séð, og hef ég þó enga trú á mannskepnunni. Í raun hélt ég að svona nokkuð gerðist bara  í þriðjaheimsríkjum. Ekki hafði ég nú trúa á þessu auma R-lista sem lifði þarna í rúma 100 daga, en ég hef því miður enn minni trú á þessu íhaldsslekti sem hefur ekkert fram að færa annað að þeir sögðust ætla að elska bíla meira en R listinn hafði gert.

Nú ætlar þessi meirihluta-ódaunn að troða upp á okkur mislægum gatnamótum á minn kostnað sem og annarra borgarbúa, þvert á það sem er að gerast í siðmenntuðum borgum. Það keyrir svo um þverbak að þessi hægri ódaunn tyggur ofan í þjóðina með aðstoð fjölmiðla að nú sé komin stjórn málefna en ekki valda. Djöfull er mér ofboðið. Þetta lið gersamlega drullar yfir mig og aðra kjósendur í allri sinni hræsni.

Hver á svo að borga þessi fáránlegu stjórnarskipti?  Í einhverju landi þar sem blóðið rennur í æðum lifandi kjósenda fengju þessir pólitísku ræflar að finna til tevatnsins.

Ég hvet borgarbúa til að mótmæla þessum gjörningi:

http://www.petitiononline.com/nogbodid/petition.html 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Hjartanlega sammála!

Úrsúla Jünemann, 23.1.2008 kl. 11:22

2 Smámynd: steinimagg

Reykjavík fer að verða eins og Huston eða eitthvað álíka skrímsli.

steinimagg, 31.1.2008 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband