Léttvopnaður í gær, þungvopnaður á morgun

Lengi má böl bæta með því að tala um eitthvað annað. 

Mér var auðvitað bilt við þessa byssufrétt, því byssudrengurinn skaut gegn um kennslustofu sonar míns. En það er bara smáræði. Það þarf víst að taka það fram að þetta meinta byssubarn er komið á bílprófsaldurinn. Hann verður því líklega með sitt hvolpavit kominn með fótinn á bensíngjöfina í mínu hverfi á næstu mánuðum. Það er tilhugsun skelfir mig meira. Hann mun því innan árs mega aka á eins öflugum og stórum "fólksbíl" og honum sýnist. Fyrir þá sem það ekki vita eru bílar afkastamestu dráps- og limlestingartól mannkynssögunnar. Þeir eira engum ef þeim er beitt eins og byssum hvort sem er með vilja eða slysni. En vegna áunninnar leti og hreyfihömlunar almenning hefur fólk alveg misst dómgreind og þar með sjónar á þeim hættum sem bílum fylgja.

 

Er ekki kominn tími til að hækka bílprófsaldurinn t.d. upp í 20?

Við getum svo tekið upp Norsku eða Sænsku byssulöggjöfina fyrir næstu helgi. Það kostar þjóðina ekki neitt nema þýðingarkostnað.


mbl.is Skaut úr skammbyssunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála því að blikkbeljan er mesta drápstólið sem við höfum. Til viðbótar við þá sem eru drepnir í slysum eru minnst 50 sinnum fleiri sem deyja fyrir aldur fram af kvillum sem þeir fá af hreyfingarleysi sem er bein afleiðing af bílaeign.

Já mér finnast byssur frekar meinlausar.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 08:04

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Auðvitað þarf að gera meira kröfur til þeirra sem taka bílpróf. En menn þroskast mishratt og sumir ná meira að segja aldrei þroska að fara út í umferð á bíl. Svo það er spurning hvort hækkun aldurs til að geta fengið ökuskirteini gerir svo mikið gagn. Hins vegar mun aukið eftirlit og þyngri viðurlög við umferðalagabrot gera mikið gagn.

Úrsúla Jünemann, 7.1.2009 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband