4.4.2009 | 00:51
Heiminum vantar ekki einkabíla
Þetta er ömurleg frétt eins og allt sem tengist bílum.
Vandamálin sem tengjast bílum verður ekki eitt með því að losa hann við púströrið. Það kostar alltaf orku að færa allt þetta óþarfa drasl á milli staða. Sú orka sem í það fer er alltaf á kostnað einhvers. Einkabíllinn heldur áfram að skapa heilbrigðisvandamál, limlesta og drepa fólk. Bíllinn skapar líka gríðar mikil skipulagsvandamál.
Leggjumst nú öll á að láta einkabílinn heyra sögunni til. Það geta ekki allir jarðabúar eignast einkabíla. Því höfum við ekki rétt á því að markaðsetja hann sem einhverja nauðsynjavöru. Göngum hjólum og notum almenningssamgöngur. Látum svo flutningafyrirtæki sjá um að flytja stærri hluti þau fáu skipti sem þess gerist þörf.
Rafmagnsbílar sækja á þrátt fyrir kreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.