Hjólreiðar spara mun fleiri miljarða

Það breytist harla fátt með tilkomu rafmagnsbíla. Jú, við losnum við púströrið og þann óþverra sem úr því kemur. Reyndar losnum við líka við að þá subbulegu pólitík sem fylgir olíunni s.s. hernað og annan yfirgang suðlægum löndum. Og þá er það upp talið.  Rafmagnsbílar breyta t.d. litlu eða engu þegar kemur að  framleiðslumengun, svifryksmengun, lýðheilsu, skipulagsmálum s.s. víðáttumiklum bílastæðum eða umferðamannvirkjum. Þá breyta rafmagnsbílar engu við kostnað við gerð samgöngumannvirkja, hávaðamengun, limlestingum og slátrun fólks og dýra í slysum eða minnka kostnað í heilbrigðiskerfinu.

Það má því teljast fagnaðarefni að borgin þorir að nefna hjólreiðar á fundum sem þessum. Það er eini samgöngumáti framtíðarinnar sem völ er á í ört fjölgandi heimi. Mannheimur þarf að leita allra leiða við að spara orku, ekki bara á olíu heldur LÍKA Á RAFMAGN.

Hjólreiðar spara margfalt fleiri miljarða krónur en akstur rafmagnsbifreiða. 

Reiðhjólið er eina raunhæfa orkusparandi farartækið sem völ er á í dag.  Það kostar u.þ.b. 100sinnum minni orku að framleiða það en hefðbundin fjölskyldubíl sem vegur u.þ.b. 900kg.

Hjólreiðar efla hreyfingu. Þær minnka því líkur á offitu, krabbameini, sykursíki, ofl. menningarsjúkdómum. Hjólreiðar minnka því kostnað samfélagsins til heilbrigðismála.

Með auknum hjólreiðum og fækkun bíla fækkar umferðarslysum sér í lagi alvarlegum slysum hvað þá dauðaslysum.

Svifryks- og hávaðamengun hverfur með auknum hjólreiðum. Það hverfur ekki með tilkomu rafmagnsbíla.

Flestir komast svo til sömu vegalendir á reiðhjóli og þeir fara vanalega á bílum.

Ef skipulag hættir að taka mið af aðgengi fyrir bíla og bílastæði og þess í stað taka mið af hjólreiðum þá verður það í fyrsta skiptið sem fyrirbærið "þétting byggðar" fer að verða spennandi með bættum lífsgæðum.

Færri bílar (þ.á.m. rafmagnsbílar)= minna malbik= fleiri reiðhjól= fleiri tré= betra veðurfar=meiri lífsgæði.

 Svona má endalaust halda áfram, en ég læt staðar numið hér 

Burt með alla bíla, líka rafmagnsbíla. Hjólum inn í framtíðina.  Borgin þarf 10-20  manns til að skipuleggja þá framtíð. Ekki einn mann í hlutastarfi eins og nú er.


mbl.is Rafmagnsbílar spara milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband