Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hjólaskátar, frábært framtak

Þetta er frábært framtak hjá skátunum. Skátahreyfingin hefði í raun átt að undirbúa landsmótið með þeim hætti að mótsgestir hefðu verðið hvattir til að koma á reiðhjólum. Það er ekki nóg að skátahreyfingin kenni ungmennum að hnýta hnúta og syngja "palivu". Skátafélögin ættu einnig að kenna fólki að nota vistvænasta og hollasta farartæki sem mannshöndin hefur skapað þ.e. REIÐHJÓLIÐ. Þetta er vonandi upphafið af því.
mbl.is Átján skátar á hjólfákum yfir Kjöl á landsmót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Burt með bíla...

BURT MEÐ BÍLA ÚR ÞÉTTBÝLI ! Það að aka bíl í þéttbýli er jafn heimskulegt og að ganga um bæinn með byssu. Ef íbúar Akureyrar hefðu vit á því að vera ekki stöðugt úti að aka hefði drengurinn geta hjólað slysalaust úti á götu í notalegu og hljóðlátu bæjarsamfélagi. 

En svona gerast slysin á þeim stöðum þar sem bíllinn er hafður í fyrirrúmi í öllu skipulagi. Gangstígar hafa ALDREI verið hannaðir með hjólreiðar í huga á Íslandi.  Það eiga allir að hjóla úti á götu þá fyrst verður hjólreiðafólk sýnilegt.

Af reynslu minni frá Reykjavík þá geri ég ráð fyrir að viðbrögð bæjaryfirvalda á Akureyri verði að setja slá yfir gangstíginn. Þá má búast við því að einhver slasi sig á henni því líklega verður hún sett upp þar sem gróðurinn er þéttastur við stíginn og lítil lýsing. En eins og í Reykjavík telst það ekki til slysa þar sem það kemur í veg fyrir að okkar ástkæru bílar "slasist".


mbl.is Hjólaði á bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bílaborgin Reykjavík verður áfram bílaborg.

Fimmtudaginn 19. júní 2008 varð mér ljóst að sú vinna sem ég hef sett í baráttu hjólreiðafólks á u.þ.b. 25 árum hefur ekki borið nokkurn árangur. Þó það hafi ekki verið mikið vinnuframlag þá hef ég sólundað nærri öllum mínum frítíma í þessi 25 ár í þetta málefni. Er mér að verða það ljóst að ég ætti að hætta þessari baráttu og finna mér eitthvað skemmtilegra að gera. Á þessum 25 árum hafa illa greindir stjórnmálamenn komið og farið, sama má segja um embættismenn borgarinnar. Líklega vegna þessa er ljóst að á þessum tíma hefur ekki tekist að koma þeim skilaboðum á framfæri til yfirvalda að borgarbúa vantar ekki fleiri hraðbrautir fyrir vélknúna umferð. Það hefur vantað aðstöðu fyrir fólk sem vill gera borgina að þeim sælureit sem hún getur verið ef stjórnvöld létu ekki stjórnast af einhverju einkennilegu sérhagsmunapoti og gegndarlausu daðri við einkabílinn. Í borgina hefur vantað aðstöðu fyrir fólk sem vill stunda vistvænar og hollar samgöngur eins og hjólreiðar. Lifa sparsömu, hollu og vistvænu lífi. Greinilega mjög flókin krafa fyrir karllæga og vélræna stjórnunarhætti.

Það sem fyllti mælinn hjá mér þann 19. júní var að meðfram Miklubraut er verið að bæta við enn einni akbrautinni fyrir vélknúin tæki. Í þetta skipti er þó verið að leggja forgangsakrein fyrir strætisvagna sem út af fyrir sig er hið besta mál þó deila megi um nauðsyn þess að bæta þurfi við enn einni akreininni. Landssamtök hjólreiðamanna sendu bréf á Reykjavíkurborgar og báðu um að samtímis yrði lögð hjólreiðabraut meðfram þessari stofnbraut borgarinnar: http://www.islandia.is/lhm/BrefLHM/2008/030608.htm,  nokkuð sem hefur verið krafa hjólreiðafólks alla tíð. Landssamtökin báðu líka um svar en hafa ekki fengið. Borgin átti svo sem ekki að þurfa að fá bréf þessa efnis miðað við hvað undan hefur gengið. En formsins vegna var það sent.  Þegar ég átti svo leið um eftir gangstíg Miklubrautar þann 19. sá ég að á því litla svæði sem eftir var fyrir hjólreiðabraut var nú verið að hlaða upp tveggja metra hárri hljóðmön. Þessi hljóðmön mun aðeins þrengja að gangandi og hjólandi vegfarendum og gera þessa leið enn torfærari að vetrarlægi. Vegna þessa má telja það öruggt að ekkert verður gert meðfram öðrum stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu þó það sé brýnasta málefnið til reiðhjólasamgangna.

Vegna þess hversu illa stjórnvöld koma fram við hjólreiðamenn með þessari framkvæmd sem og alls hins sem á undan hefur gengið þá er ég búinn að fá nóg.  Ég get ekki átt eðlileg samskipti við vanhæfa embættismenn sem draga allt faglegt staf hjólasamtakanna á asnaeyrunum svo dögum, mánuðum og árum skiptir.

Það er engin sólarupprás í gangi í málefnum hjólreiðamanna á Íslandi. Aðstaða til hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu er verri í dag en hún var fyrir 25 árum. Það eina sem hefur batnað á þessum 25 árum er að í dag eru veður betri vegna trjágróðurs og líklega vegna hlýnandi veðurfars. Þá eru reiðhjólin og búnaður þeirra margfalt betri en áður.

Að óbreyttu sýnist mér að það verði útilokað að hjólreiðafólk fái jafnan rétt til samgangna á við þá vélknúnu á meðan borginni er stjórnað af þessu fólki. Stjórnvöld eru þvert á móti að reyna kæfa kröfu hjólreiðafólks með kjaftavaðli og síðan með röngum ákvörðunum. Þó liðin séu 27 ár frá því hjólreiðar voru leyfðar á gangstéttum, tekur hönnun gangstétta í dag ekki enn mið af því. Það sýna aðeins blindhornin.

 Ég hvet hjólreiðafólk til að hjóla á akbrautum og á forgangsakreinum. Þar er hjólreiðafólk sýnilegt, þar eru ekki glerbrot og þar getur það farið eftir eðlilegum umferðareglum. Þar þarf ekki að glíma mið kanta og beygjur, auk þess sem akbrautir fá reglulegt viðhald. Gleymum því ekki að hjólreiðamenn eiga að vera á akbrautum en eru aðeins gestir á gangsstéttum.

Ef við verðum sýnileg misvitrum bílsjúkum ráðamönnum eru fyrst líkur á því að við náum sjónum og eyrum þessara ráðamanna.


Ólýsanleg ósvífni og yfirgangur

Því miður kemst ég ekki upp með að segja það sem mér býr í brjósti.

Þvílík djö... framsóknarmennska.

Okkur væri nær að loka álverum fremur en að byggja enn eitt og það án þess að orka eða losunarheimild sé til staðar.

Ég lít á þetta sem tilræði við framtíð sonar míns....


mbl.is Fyrsta skóflustunga að álveri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjálmlaus ökumaður í hljóðeinangruðum bíl

Hverskonar fréttamennska er nú þetta. Þjóðin þarf að að fá að vita hvort stúlkan hafi verið í rauðum eða bláum sokkum, ekki hvor hún hafi verið að hlusta á einhverja músík eða með hjálm á höfði.

Má ég minn fréttamenn á að ökumaðurinn var örugglega líka að hlusta á útvarp og jafnvel að tala í síma (það er þó aldrei rannsakað). Hann var í hljóðeinangruðum bíl með sjóntruflandi yfirbyggingu svo hann hefur örugglega ekki heyrt í henni og jafnvel ekki séð hana. Ökumaðurinn var svo líklega líka hjálmlaus þó færa megi að því rök því að hjálmur geti bjargað honum í slysum.

Svo hafði ég heyrt í einhverri frétt að þetta hafi gerst á eða við gangbraut, svo ég spyr: Hvað var þessi ökumaður að hugsa? Heyrnarlaus gangvart umhverfi sínu, hjálmlaus og með nokkuð skert sjónsvið.  Fór hann kannski of nálægt stúlkunni? Var hann að taka fram úr henni á gangbraut?

Ég segi bara, burt með bíla úr þéttbýli, endurheimtum göturnar fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur.

 


mbl.is Hjálmlaus með heyrnartól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimur batnandi fer.

Það er ekki laust að maður fyllist bjartsýni við svona fréttir. Ég bíð spenntur eftir því að tunnan fari upp í 200 dali þá fyrst held ég að orkusóðar þessa heims fari í alvöru að hugsa sinn gang...eða ætli tunnan þurfi að fara upp í 500 dali?
mbl.is Dregur úr eftirspurn eftir olíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á Íslandi er ekki enn komin hægri umferð

Þetta var nú fyndin uppákoma við gamla útvarpshúsið. Þarna var saman kominn öll bíla-dellu-elítan á einn stað til að fagna 40 ára afmæli H-dagsins. Meira að segja sjálfur bílamálaráðherrann var mættur á svæðið. Ég vildi óska að hann gæti staðið undir því nafni að kallast í alvöru Samgönguráðherra. Þessu fólki væri nær að vera í vinnuni og sinna sínum lögbundu skyldum, að bæta umferðaröryggi og flæði allra samgangna, líka þeirrar óvélvæddu

Það þarf líklega að minna þetta bílafólk á að hægri umferð hefur ekki enn komist á á göngustígum. Þó er margsinnis búið að biðja um það. Meira um það hér: http://mberg.blog.is/blog/mberg/entry/539057/ 

og hér: http://www.islandia.is/lhm/greinasafn/2008/mbl130508.htm

og hér: http://www.islandia.is/lhm/BrefLHM/2008/080108.htm


mbl.is Sögulegur atburður endurtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draumaland hjólreiðamannsins

Ég vill þakka Morgunblaðinu fyrir þessi skrif. Svona greinar fá mann til að trúa því eitt augnablik að málaflokkurinn sé á réttri leið.

En það vantar einhvernvegin slagkraftinn í umræðuna almennt. Sama staða var í umhverfis- og náttúruverndarumræðunni áður en Andri Snær skrifaði Draumalandið. Hjólreiðamönnum vantar sárlega talsmann eins og Andra Snæ sem gæti skrifað í einni bók um draumaland hjólreiðamannsins sem um leið mundi verða draumaland borgarbúans. Samgönguráðuneytið ætti að skrifa slíka bók eins og samgönguráðuneyti hafa gert í nágrannalöndum okkar, en hér er hvorki áhugi eða þekking innan ráðuneytisklíkunnar. Allt það sem varðar hjólreiðar er ekki hægt að koma á framfæri í einstökum blaða- og tímaritsgreinum. Til þess er málaflokkurinn of víðtækur.  Hjólreiðar eru ekki bara frístundir og útivist. Hjólreiðar koma t.d. inn á málaflokka eins og samgöngur, heilsufar, loftmengun, hljóðvist, skipulagsmál, hugarfarsbreytingu sem og umhverfis og náttúruvernd. Það er ekki á allra færi að tengja þetta saman við hjólreiðar.

Starfandi sem stjórnarmaður í hjólasamtökum í 20 ár virðist sem betra sé að þegja fremur en að hafa eitthvað gáfulegt um málaflokkin að segja.  Það hefur verið ótrúlega þreytandi að þurfa að glíma við misvitar pólitíkusa og embættismenn sem hafa nákvæmlega engan áhuga á hjólreiðum.  Ótrúlega margir pólitíkusar og embættismenn virðast telja það ógn við sína valdastöðu ef einhver samtök úti í bæ eru að vasast í málaflokkum sem þeir eiga að fara með en sinna ekki. Þeir bregðast því oft öfugt við ábendingum sem frá slíkum samtökum koma.  Við þekkjum svo sem hvernig er komið er fyrir miðbæ Reykjavíkur. Vegna pólitískra afskipta og lélegrar fagmennsku þá standa allir frammi fyrir mjög kostnaðarsömu skipulagsklúðri. Það sama gildir um málefni hjólreiðamanna, nema að sá málaflokkur er helst til í orði en sjaldnast á borði. Metnaðurinn er enginn og samvinna við hjólafélög eða fagaðila er í skötulíki.

Það skal engum undra þó málefni hjólreiðamanna séu í lamasessi.


mbl.is Akvegirnir tvöfaldaðir en hvar eru hjólreiðastígarnir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reglnarugl á göngustígum

Ekki þarf oft að fara um göngustíga Reykjavikur, eða annarra sveitarfélaga, til að komast að því að þar ríkja fremur tilviljanakenndar umferðarreglur. Erfitt er að framfylgja hefðbundnum umferðarreglum. Þar eru margs konar vegfarendur sem fara um á mjög mismunandi hraða:  Hundar, lausir og í bandi, göngufólk, hlauparar, skokkarar, börn, eldri borgarar, fólk með barnavagna, á línuskautum og á reiðhjólum.  Í fyrstu mætti halda að það sé hið besta mál að fá sem mesta nýtingu göngustíga (og gangstétta). En göngustígar hafa ekki verið hannaðar með hjólreiðar í huga.  Því miður hefur það verið opinber stefna að hvetja hjólreiðafólk til að hjóla á göngustígum. Því er nú svo komið að flestir halda að hjólreiðamenn eigi að hjóla á göngustígum og gangstéttum.  Það þarf því oft að minna fólk á að hjólreiðamenn eiga samkvæmt umferðarlögum að hjóla á akbrautum. Þar eru þeir sýnilegir, þar eru samgöngur greiðar og þar gilda skýrar umferðarreglur. Hjólreiðamenn eru aðeins gestir á gangstéttum og mega t.d. ekki hjóla eftir gangbraut. Stjórnvöld hafa lagt mikla alúð við að bæta aðstöðu þeirra sem kjósa að fara ferða sinna á einkabílum. Nú er hins vegar öllum orðið ljóst að það hefur bitnað á öllum öðrum samgönguháttum. 

Fyrir u.þ.b. 15 árum fór Reykjavikurborg að merkja einstaka göngustíga með hjólareinum. (svonefndir1+2 stígar). Þessi ákvörðun var ekki vel ígrunduð því að með þessum framkvæmdum urðu allar umferðarreglur gangandi og hjólandi vegfarenda einungis ruglingslegri en áður. Reynslan hefur  sýnt að þessir 1+2 - stígar hafa ekki bætt öryggi vegfarenda, því að í stað þess að þar ríki einföld hægriregla gilda þar nú allt að 6 mismunandi umferðarreglur, eins og hér á eftir verður lýst. Þetta var ódýr en alröng tilraun til að koma til móts við óskir hjólreiðafólks sem bað um hjólreiðabrautir aðskildar frá göngustígum.

Óljósar umferðarreglur = minnkað umferðaröryggi

Dæmi um mismunandi umferðarreglur á göngustígum borgarinnar:

# Þegar hjólarein er ekki afmörkuð á göngustíg ríkir hefðbundin hægriregla og varúðarregla (eins og á akvegum).

# Hjólareinar eru svo mjóar, að hjólreiðamenn geta ekki mæst á þeim.  Ef hjólareinin er vinstra megin í ferðastefnu á að hjóla fram úr öðrum hjólreiðamanni honum á hægri hönd en gangandi vegfaranda er mætt vinstra megin. Ef hjólreiðamaður mætir eða hjólar fram úr öðrum hjólreiðamanni þarf hann vegna þrengsla á hjólastígnum að víkja til hægri út á göngustíginn.  Þetta veldur óvissri réttarstöðu hjólreiðamannsins ef slys verða.

# Þegar hjólareinin er hægra megin í ferðastefnu á hjólreiðamaður að halda sig sem lengst til hægri á stígnum.  Hann þarf hins vegar að víkja til vinstri og væntanlega út á göngustíginn þegar hann þarf að hjóla fram úr öðrum hjólreiðamanni.

# Á sama stígnum getur hjólareinin stundum verið hægra megin og annars staðar vinstra megin. Þar á milli er engin hjólarein eins og sjá má á Fossvogsstígnum.  Ástandið getur því verið mjög ruglingslegt og valdið öryggisleysi, einkum á meðan ekki hafa verið gefnar út neinar sérstakar umferðarreglur á stígum sem þannig er ástatt um.

# Á öðrum stígum getur hjólareinin birst og horfið eins og oft hefur gerst meðfram Sæbrautinni.  Hjólreiðamenn þurfa því ýmist að fara fram úr gangandi eða hjólandi umferð vinstra- eða hægra megin, allt eftir því hvort línan er til staðar eða ekki.  Þá er heldur ekki sama hvort gangandi eða hjólandi umferð er mætt, eins og áður segir.

# Þegar snjór liggur yfir stígum og merkingar eru huldar, ríkja óljósar umferðarreglur, enda ekki venjan að þar ríki staðfestar umferðarreglur.  Þeir sem muna hvorum megin hjólareinin er gætu verið á "röngum" stað í huga þess hjólreiðamanns eða göngumanns, sem þeir mæta og ætla að fylga hægri reglunni.

# Það orkar mjög tvímælis að merkja aðskilnaðarlínu með óbrotinni línu því að ljóst er, að tveir hjólreiðamenn geta ekki mæst eða verið samhliða á því þrönga svæði sem þeim er úthlutað. Það er lögbrot að fara yfir óbrotna linu.

# Ef slys verður, er skaðabótaskylda afar óljós og hætta á að hún verði dæmd eftir mismunandi sjónarmiðum þeirra, sem um málið fjalla.  Tryggingafélög dæma alltaf fyrst - væntanlega oftar en ekki - sér í hag

# Þau sveitarfélög sem merkt hafa stíga með 1+2 - línu hafa aldrei gefið út sérstakar umferðarreglur sem gilda á þessum stígum. Þau hafa hvorki haft umferðaröryggi í huga né heldur haft samráð við hagsmunaðaila.

Allt þetta reglnarugl getur ekki talist sérlega uppbyggjandi og ekki að furða þótt ruglið haldi áfram þegar fólk fer svo að aka bílum á vegum landsins

Í vetur sem leið féllst Reykjavíkurborg á beiðni Landssamtaka hjólreiðamanna að fjarlæga þessar línur sem afmarka hjólareinar á göngustígum. Verður það vonandi gert fyrir 40 ára afmæli "H-dagsins" 26. maí n.k. Í framhaldi af því mun borgin svo vonandi kynna í allt sumar hefðbundna hægrireglu á göngstígum um leið og hún hefst handa við lagningu nothæfra hjólreiðabrauta meðfram stofnbrautum borgarinnar.

 

Magnús Bergsson

Er í stjórn Landssamtaka hjólreiðamanna


Að drulla yfir borgarbúa

Stjórnarskiptin í Reykjavík eru með því sóðalegasta sem ég hef séð, og hef ég þó enga trú á mannskepnunni. Í raun hélt ég að svona nokkuð gerðist bara  í þriðjaheimsríkjum. Ekki hafði ég nú trúa á þessu auma R-lista sem lifði þarna í rúma 100 daga, en ég hef því miður enn minni trú á þessu íhaldsslekti sem hefur ekkert fram að færa annað að þeir sögðust ætla að elska bíla meira en R listinn hafði gert.

Nú ætlar þessi meirihluta-ódaunn að troða upp á okkur mislægum gatnamótum á minn kostnað sem og annarra borgarbúa, þvert á það sem er að gerast í siðmenntuðum borgum. Það keyrir svo um þverbak að þessi hægri ódaunn tyggur ofan í þjóðina með aðstoð fjölmiðla að nú sé komin stjórn málefna en ekki valda. Djöfull er mér ofboðið. Þetta lið gersamlega drullar yfir mig og aðra kjósendur í allri sinni hræsni.

Hver á svo að borga þessi fáránlegu stjórnarskipti?  Í einhverju landi þar sem blóðið rennur í æðum lifandi kjósenda fengju þessir pólitísku ræflar að finna til tevatnsins.

Ég hvet borgarbúa til að mótmæla þessum gjörningi:

http://www.petitiononline.com/nogbodid/petition.html 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband