Draumaland hjólreiðamannsins

Ég vill þakka Morgunblaðinu fyrir þessi skrif. Svona greinar fá mann til að trúa því eitt augnablik að málaflokkurinn sé á réttri leið.

En það vantar einhvernvegin slagkraftinn í umræðuna almennt. Sama staða var í umhverfis- og náttúruverndarumræðunni áður en Andri Snær skrifaði Draumalandið. Hjólreiðamönnum vantar sárlega talsmann eins og Andra Snæ sem gæti skrifað í einni bók um draumaland hjólreiðamannsins sem um leið mundi verða draumaland borgarbúans. Samgönguráðuneytið ætti að skrifa slíka bók eins og samgönguráðuneyti hafa gert í nágrannalöndum okkar, en hér er hvorki áhugi eða þekking innan ráðuneytisklíkunnar. Allt það sem varðar hjólreiðar er ekki hægt að koma á framfæri í einstökum blaða- og tímaritsgreinum. Til þess er málaflokkurinn of víðtækur.  Hjólreiðar eru ekki bara frístundir og útivist. Hjólreiðar koma t.d. inn á málaflokka eins og samgöngur, heilsufar, loftmengun, hljóðvist, skipulagsmál, hugarfarsbreytingu sem og umhverfis og náttúruvernd. Það er ekki á allra færi að tengja þetta saman við hjólreiðar.

Starfandi sem stjórnarmaður í hjólasamtökum í 20 ár virðist sem betra sé að þegja fremur en að hafa eitthvað gáfulegt um málaflokkin að segja.  Það hefur verið ótrúlega þreytandi að þurfa að glíma við misvitar pólitíkusa og embættismenn sem hafa nákvæmlega engan áhuga á hjólreiðum.  Ótrúlega margir pólitíkusar og embættismenn virðast telja það ógn við sína valdastöðu ef einhver samtök úti í bæ eru að vasast í málaflokkum sem þeir eiga að fara með en sinna ekki. Þeir bregðast því oft öfugt við ábendingum sem frá slíkum samtökum koma.  Við þekkjum svo sem hvernig er komið er fyrir miðbæ Reykjavíkur. Vegna pólitískra afskipta og lélegrar fagmennsku þá standa allir frammi fyrir mjög kostnaðarsömu skipulagsklúðri. Það sama gildir um málefni hjólreiðamanna, nema að sá málaflokkur er helst til í orði en sjaldnast á borði. Metnaðurinn er enginn og samvinna við hjólafélög eða fagaðila er í skötulíki.

Það skal engum undra þó málefni hjólreiðamanna séu í lamasessi.


mbl.is Akvegirnir tvöfaldaðir en hvar eru hjólreiðastígarnir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Fernt gefur þó tilefni til vonar :

  1. Hækkandi bensínverð. Þetta gæti farið að nálgast hið raunverulega og dulda verð bensins.  Hækkunin er svo hröð að menn neyðast loks til að taka eftir kostnaðinum.
  2. Vaxandi skilningur á umhverfisvandi nær og fjær sem tengist bílum og líka umhverfismálin meira almennt, svo sem gróðurhúsaáhrifin
  3. Vaxandi skilningur á gildi hreyfingar til að forða okkur frá lýðheilsuhruni, og vaxandi skilningur á að góður borgarbragur, en ekki bílabrautir í kring umháhýsi er það sem flestir vilja í raun
  4. Hægar breytingar á umræðuna um þessi mál og þar með um hjólreiðar, eru greinilega í gangi í samfélaginu.  Vöktur hjólað í vinnuna ýtir enn frekar undir þessu.

:-)

    Morten Lange, 26.5.2008 kl. 23:23

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband