Augnablik, annað innlegg

Þó ekki færi fram formleg könnun á ferðavenjum landsfundargesta á sunnudeginum þá höfðu margir skipt um ferðamáta. Bílar voru nú umtalsvert færri og allavega sex komu á reiðhjólum.  Margir höfðu því tekið við áskoruninni og kosið að menga minna, hvort sem það var með göngu, í strætó eða samnýtingu bifreiða.

Eftir því sem á undan hefur gengið á blogginu um þessa litlu frétt þá er merkilegt að fylgjast með því hvað hægri menn gelta hátt. Það eitt sýnir fáfræði þeirra um stöðu sjálfbærra samgangna á Íslandi.

Líklega er farið að renna upp fyrir þeim að þeir geti hugsanlega lent í minnihluta eftir kosningar. Það gæti orðið eitt mesta happ þeirra sem vilja ferðast með sjálfbærum hætti. Sjálfstæðisflokkurinn með framsóknarkjölturakkann sér við hlið hafa ekki lyft svo mikið sem litla fingri til að almenningur fái raunhæft val um að nýta sér sjálfbærar samgöngur. Sem dæmi hefur Samgönguráðuneytið enga sýnilega stefnumörkun í þessum efnum. Er það ein helsta ástæða þess að hjólreiðar eru vart stundaðar á Íslandi. Hönnun gatnakerfis eða gangstétta tekur ekki mið af þörfum hjólandi vegfarenda, auk þess sem umferðareglur sem tengjast reiðhjólum eru úrelt og þarfnast endurskoðunar. Ekkert af þessu hefur Samgönguráðuneytið haft áhuga á að endurskoða. Það hefur verið skoðun samgönguráðherra fram á síðustu mánuði að ekki sé þörf á að koma á móts við þessar þarfir, þar sem almenningur hafi kosið einkabílinn sem sitt farartæki. Það getur hver helvíta maður séð rökleysuna í þessu. Menn eins og ég hafa aldrei verið spurður, enda verður sífellt erfiðara að fara leiðar sinna með vistvænum og hollum hætti vegna mikillar umferðar og mengunar frá bílum. Það þarf því engan að undar að fáir hafi hjólað á Landsfund VG um helgina. Það ættu hægri menn að vita jafn vel og aðrir.

Kjósum VG í vor og látum reyna á stefnuskrá VG í sjálfbærum samgöngum. Ég óttast hinsvegar að eftir langvarandi slóðahátt Sjálfstæðismanna innan samgönguráðuneytisins, þá þurfi mörg ár til að gera samgöngur íslendinga sjálfbærar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband