Bíll á tjaldsvæði eða bílastæði?

Hvað eru bílar að gera inn á tjaldsvæði? Það er fáránlegur ósiður að hleypa bílum inn á tjaldsvæði. Þessa helgi ók líka kafdrukkinn og óður maður húsbíl sínum yfir göngutjald á tjaldsvæðinu á Ísafirði. Það þykir líklega ekki mjög fréttnæmt þar sem íbúar tjaldsins rétt sluppu úr því áður en það gerðist.

Ég er hættur að tjalda á þessum fjandans bílastæðum sem þessi auma bílóða þjóð kallar tjaldsvæði.  Ég hvet alla alvör ferðalanga (bílausa) að gera slíkt hið sama enda er litið næði að hafa á þessum "bílastæðum" þar sem bílafólkið getur ekki stundað ferðalög nema með drykkju og skvaldri langt fram á nætur.


mbl.is Ekið yfir fót á barni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Það er ekki langt síðan barn dó inni á tjaldstæði eftir að ökumaður ók yfir það.  Ekki dugði það til að opna augu þeirra sem sjá um tjaldstæðin.  Ég hef aldrei skilið þennan ósið hjá Íslendingum að þurfa að leggja bílnum við hliðina á tjaldinu.  Og verandi þessi bílelskandi þjóð er skrítið að tjaldstæðin séu ekki hönnuð út frá því.  Þ.e. götur með prívat bílastæðum og smá grasbletti við hliðina fyrir tjaldið.  Svo á að útbúa ekta tjaldstæði með góðri girðingu sem bílar geta ekki keyrt inn um.  Mér dettur ekki í hug að fara í tjaldútilegu með börnin mín, eins og ástandið er í dag.

Hjóla-Hrönn, 5.8.2008 kl. 10:20

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Það er fyrir löngu kominn tími til að aðskilja tjaldstæði fyrir "bara" tjöld frá hinum sem þurfa að hafa bílinn sinn með - eða halda að þeir þurfa þess. Mér dettur ekki til huga að setja litla göngutjaldið mitt innan um einhverja stóra jeppa og húsbíla. Læt mig frekar hverfa í einhverja friðsæla laut með lækjaspræna við hlíðina.

Ég hef nýlega komið í Skaftafell og er þetta stóra og vinsæla tjaldsvæði frekar vel skipulagt hvað bilastæði og tjaldstæði snertir. Fleiri mættu taka sér þetta til fyrirmyndar

Úrsúla Jünemann, 5.8.2008 kl. 10:39

3 identicon

Fjölskyldan mín er ein þeirra sem enn er "bara" í tjaldi en ekki með fellihýsi, hjólhýsi eða tjaldvagn í eftirdragi. Við ræddum þetta með bílana og tjaldstæðin mikið í sumarfríinu okkar nú í byrjun júlí vegna þess að oft vorum við eina tjaldið á tjaldstæðinu og sannarlega eina fólkið sem ekki lagði bílnum sínum alveg við svefnstaðinn.

Tjaldstæðið á Reykhólum er einstaklega fallegt og gott; lítið og notalegt, góð og þrifaleg aðstaða til þvotta, fallegt umhverfi og sundlaugin við hliðina. Tjaldstæðin eru líka einstaklega vel hönnuð vegna þess að stór og rúmgóð bílastæði eru ALVEG VIÐ grasblettinn sem tjalda má á. Hins vegar lögðu allir bílunum sínum inni á grasinu, við hliðina á tjaldvagninum, fellihýsinu, ... þó svo að plássið væri frekar takmarkað. Þegar við svo komum á tjaldstæðið eitt kvöldið (eftir dagsferð um svæðið) höfðu bæst þrír húsbílar í hóp ferðalanga og þeir voru með húddin næstum inni í fortjaldinu okkar. Ég reyndi að láta þetta ekki skemma fyrir mér góða ferðaskapið en það verður að viðurkennast að það fauk í mig. 

 Á öðrum tjaldstæðum er hreinlega gert ráð fyrir að menn leggi á grasflötunum vegna þess að engin bílastæði eru við eða nálægt grasbölunum. Þetta á við á tjaldstæðum eins og í Flókalundi.

Það hefur löngum verið hlegið að hræðslu minni við það að einhver keyri yfir mig þegar ég ligg sofandi í tjaldi. Eftir nýjustu fréttir að vestan hlæja ekki eins margir.

Ásgerður (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband