Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Sniðugir Makedóníumenn

Fyrst ráðherra telur sig of fínann til að vera á vistvænu og heilsusamlegu reiðhjóli þá má virða það við Makedóníumenn að þeir nýttu bílinn í stað þess að eyða honum. Hér á landi hefði honum verið eytt eins og hverju öðru smygli, enda skipta íslenskir borgarar og ráðherrar jafn oft um miljónabíla og nærbuxur. Það bendir því allt til þess að opinber fjársýsla og meðvituð endurvinnsla í Makedóníu sé í góðu lagi.

mbl.is Bíll sem stolið var frá Beckham er nú ráðherrabíll í Makedóníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föðurímynd

Ætli skýringuna á þessu mikla fylgi Sjálfstæðismanna sé að finna í leit almennings að föðurímyndinni?  Börn sem vart hafa séð föður sinn vegna mikillar yfirvinnu leita nú síðar að föðurímyndinni í Geir Haarde.    Ég man þá tíð þegar ég fékk í fyrsta sinn kosningarétt og hafði ekki hundsvit á pólitík þá kaus ég Sjálfstæðisflokkinn líklega vegna klæðaburðar  forustumann flokksins. Mér fannst eitthvað "föðurlegt" við þetta karlastóð.
Siðar þegar ég þornaði bak við eyrun og ég fór að hugleiða pólitík þá áttaði ég mig á því að Sjálfstæðisflokkurinn var ekki flokkur fólksins heldur flokkur sérhagsmuna og græðgisvæðingar. Ég hef því ekki kosið flokkinn nema í þetta eina skipti.
Íslendingar fara merkilega illa með það tækifæri sem þeir hafa til að þróa og bæta sitt samfélag. Þeir virðast ekki átta sig á því að pólitík er ekki fótboltafélag heldur afl sem hefur áhrif allt samfélagið, umhverfi og náttúru.
Líklega hefði einræðisherrann Franco bara haft mikið og hugljúft fylgi hér á landi hefði honum dottið í hug að drottna yfir Íslendingum.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með rúm 40% og VG með 21%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framkvæmd á villigötum

Þvílíkt bull. Það kostar líklega talsverða orku að dæla þessu koltvíildisríka vatni niður í borholur. Ég vona bara að menn hafi ekki ekið með dæluna að borholuni því henni fylgir líklega líka díselrafstöð . Hvers vegna dettur mönnum ekki í hug einfaldari lausnir. T.d. að hætta fljúga að óþörfu eins og til sólarlanda.  Bílar henta fötluðum og til stórflutninga.  Við ættum því að ganga, hjóla og nota almenningssamgöngur til að draga úr útblæstri.

Nei, það skal alltaf gera hlutina svo flókna að fólk hættir að sjá samhengi hlutana. Næst verður koltvíeldi safnað í eldflaugum og þeim skotið út í geim til að bjarga jörðini.

Hmmm , ég ætti að fá einkaleyfi fyrir þessari hugmynd. Grin

ps . svo finnst mér að Óli ætti að fá sektarmiða fyrir glannaskapinn. 


mbl.is Fjallað um Ísland í loftslagsumfjöllun Time
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir tímalaust fólk

Stórkostleg græja. Hentar vel stressuðu nútímafólki sem tamið hefur sér heimskulega lifnaðarhætti og telur sig þurfa að vera allstaðar á sama tíma. Þessi lest mengar ekki eins og flugvél og því gott að vita að svona lestir eiga að fara víða. Ég er þó mest heillaður yfir gæðum teinana. Demparar lestarinnar hreyfðust varla á þessum hraða. Það er næsta víst að einkabíladellumönnum eins og okkur íslendum mun seint detta í hug að fjárfesta í einni svona... ekki nema þetta sé græjan sem fái okkur til að fara nota almenningssamgöngur.

mbl.is Fundu vart fyrir heimsmetshraðanum um borð í frönsku lestinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fortíðadraugar

Ég er viss um að ef ríkisskattstjóri mundi hóta fólki með risamyndum af Davíð Oddsyni eða Halldóri Ásgrímssyni og krefja almenning um skattskil, þá er allt eins líklegt að fólk mundi rjúka til og greiða sína skatta. Það sitja margir í djúpum skít eftir þeirra ömurlegu stjórnarhætti. Ekki bara hér heima heldur líka úti í heimi. Angry
mbl.is Stalín minnti á ógreidda reikninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rassskellir

Ætli allir hafi verið að tala í síma þegar þetta gerðist?

Liklega fáum við ekki að vita það því mig grunar að það sé aldrei rannsakað í svona rassskellum.


mbl.is Engan sakaði í fjögurra bíla árekstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagur sannleikans

Mikið skelfing er lífið erfitt hjá bílafólkinu. Endalaust eignatjón og slys á fólki sem aldrei linnir sama hvað miklu fjármagni er kastað í "vegabætur". Þetta sannar að bílar henta ekki í íslenskri veðráttu.
 
Að vanda fór ég á reiðhjóli í vinnuna. Ekki lenti ég í neinum vandræðum enda sem hjólreiðamaður vanur því að þurfa að taka tillit til aðstæðna.  Á reiðhjóli er ég lika mun meðvitaðri um þessar aðstæður heldur en ef ég væri innilokaður inni í bíl í 30°C hita, með tóman maga á 70km hraða, hugsanlega að tala í símann og illa sofinn.

Eina vandamálið sem hjólreiðamenn á höfuðborgarsvæðinu standa frammi fyrir er ömurlegt aðstöðuleysi og óhugnarlega mikil bílaumferð. Ekki er hægt að hvarta yfir veðri. 

Það eina sem dugar er að lækka hámarkshraða í allri borginni niður í 30km. Efla almenningssamgöngur og leggja aðgreindar hjólreiðabrautir til jafns á við akbrautir. Setja svo það fé sem sparast vegna færri slysa, minna eignatjóns, bættrar lýðheilsu og tilkomuminni akbrautagerðar í öldrunarþjónustu og menntakerfið.

Förum svo að elska okkar nánustu meira en bílana okkar. Við höfum ekki gert það síðastliðna hálfa öld


mbl.is Tafir og umferðaróhöpp einkenndu umferðina í morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aular á ferð

Hvernig í ósköpunum getur þetta gerst. Mennirnir virðast ólæsir á vegtálma því vegurinn var og er lokaður. Svo virðast þeir gersamlega úr tengslum við sitt nánasta umhverfi þegar þeir vaða á þessari bílbeyglu út á víðáttumikið vatn sem þekur meira og minna alla Laugarvatnsvelli. Það væri spennandi að láta þessi menn fara í vímuefnatékk
Ég segi það hér og hef sagt það áður, þessi mikla bílanotkun og oftrú á getu bílsins veldur heiftarlegu dómgreindarleysi.
mbl.is Búið að bjarga mönnum af bílþaki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sáttmáli fyrir börnin okkar

Sáttmáli

 Ég hvet alla til að skrifa undir sáttmála Framtíðarlandsins
http://framtidarlandid.is/sattmali


Já og hvað svo?

Ekki er þetta nú merkileg frétt, nema ef vera skyldi að hér sé komin sönnun þess að endanlega eigi að moka burt Háuhnjúkum og ráðast síðan á Lönguhlíð. Það er ekkert sem heillar við innflutning á svona drasli. Svona landeyðingartól flýta aðeins fyrir eyðileggingu á óspilltri náttúru.  Að auki eru þessi fjárans tól notuð af Síonistum til að rústa heimilum Palestínumanna og almennt palestínsku samfélagi.
Ég vona að þessi maskína verði send sem fyrst úr landi og þá beint í brotajárn.


mbl.is 117 tonna ýta komin til Krísuvíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband