Vesæl umfjöllun fjölmiðla

Það er rétt sem hér kemur fram í bloggi Landssamtaka hjólreiðamanna í meðfylgjandi frétt um hjólreiðaslysið á Vesturlandsveginum. http://lhm.blog.is/blog/lhm/entry/267940/

Það er og mun verða erfitt að nálgast upplýsingar um þetta slys.  Það er einkennilegt því almennt vantar ekki stöðugt bull um umferðaöryggi hjá Umferðastofu og Bílamálaráðuneytinu (Samgönguráðuneyti).

Þetta viðhengi með hjálminn í fréttinni þarf ekki að vera alslæmt en af hverju taka fjölmiðlar ekki þá stefnu að fjalla líka um aðstöðuleysi hjólreiðafólks á vitrænan hátt? Það er ákaflega líklegt að það hefði ekki orðið nokkurt slys ef hjólreiðamaðurinn hefði hjólað eftir NOTHÆFRI  HÓLREIÐABRAUT.  

Ég vill minna á að okkar auma bílamálaráðuneyti hefur ekki viljað fjalla um umferðaöryggi allra vegfarenda. Það hefur heldur ekki verið haft samband við hagsmunasamtök eins og Landssamtök hjólreiðamanna þegar til umfjöllunar hefur verið umferðaöryggi. Í raun hefur Bílamálaráðuneytið hundsað flestar ef ekki allar ábendingar Landssamtakana.

Ég vill svo minna á að bæði í Hollandi og Danmörku er ekki hjálmaskylda. Þar hefur tekist að fækka slysum á hjólreiðafólki umtalsvert. Ekki með því að hlaða á hjólreiðafólk brynjum heldur með því að bæta aðstöðu þess. Svo má velta því fyrir sér hvers vegna þeir aðilar sem fjalla um umferðaöryggi hvetji ekki ökumenn almennt til að nota hjálma við akstur? Nú er það sannað að hlutfallslega slasast fleiri ökumenn á höfði í bílslysum en hjólreiðamenn í hjólaslysum. Slysið á vesturlandsveginum hefði líka orðið mun minna ef ökumenn ækju hægar. Ætli það sé ekki komin tími til að lækka hámarkshraðan í þéttbýli? Þannig mætti fækka umferðaslysum almennt umtalsvert.

Reynum að bæta umfjöllunina um slys almenn. Þó bíladella og bílaást okkar íslendinga slævi dómgreind í skynsamlegri ákvarðanatöku er varða umferðaöryggi þá er nauðsynlegt að málin séu skoðuð frá öllum hliðum.

 

Ég hvet fólk til að kynna sér málefni hjólreiðafólks og umferðaöryggi á vef Landssamtaka hjólreiðamanna http://hjol.org


mbl.is Ekið á reiðhjólamann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landssamtök hjólreiðamanna

Vert er að minnast á að Landssamtök hjólreiðamanna voruboðin að skila inn athugasemd við drög að mat á umhverfisáhrifum Vesturlandsvegar á þessum kafla. Það er því miður einsdæmi að okkur sé beðið um umsögn.  En umsögn okkar breytti litlu.  LHM benti á að kjörið væri að byggja hjólreiðabraut meðfram breikkaðri þjóðveg.  Bent var á umferð hjólreiðamanna eftir hitaveitustokknum þarna við hliðina, að þetta væri ekki boðleg lausn til frambúðar og að verið var að koma upp íbúðabyggð í nágrenninu.  Engin svör, ne rök á móti bárust ne birtist í matsáætluninni, og ekkert var gert fyrir gangandi né hjólreiðamenn á þessum kafla. Þannig versnaði aðgengi og öryggi gangandi og hjólandi á þessum kafla með breikkun Vesturlandsvegar.

Landssamtök hjólreiðamanna, 22.7.2007 kl. 16:11

2 identicon

Mikið rétt, Magnús, ætli þetta slys hefði orðið ef til væri nothæf hjólreiðabraut á þessu svæði.

Sem hjólreiðamaður, og með tilliti til áhugaleysis þeirra sem eiga að sjá um umferðaröryggismál, þá hugsa þegar ég heyri svona fréttir, 

"Hver er næstur ? " 

                                 eða ætti ég kannski frekar að spyrja, 

" Hvenær er ég næstur ? "

Kveðja,

 Heimir H. Karlsson.

Heimir H. Karlsson (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband