Hjólreiðabrautir, ekki bara hjálma

Það er svo sem ágætt að hjálmanotkun sé svona almenn hér á landi. Ef fólk setur það ekki fyrir sig að nota þá þá er er það mjög gott. En ef fólk er vill ekki nota þá þá er það betra að það hjóli hjálmlaust fremur en það hjóli ekki.  Það er hinsvegar athyglisvert hvað fólk er upptekið við að  tala um hjálminn í umræddu slysi. Vandamál þessa slyss ætti að vera umræðuefnið, ekki hvort hjólreiðafólk geti hlaðið á sig brynjum.  Ég lít ekki á hjálminn sem nauðsyn, en nota hann oftast nær. Hef tvisvar brotið hjálm við fall en einu sinni og í mínu versta slysi gerða hann ekkert gagn, þvert á móti olli hann meiri skaða.

Þegar ég skrifa þetta þá er ég nýbúinn að sleppa frá svínaríi í umferðinni þar sem bíll ók í veg fyrir mig (ég var á reiðhjóli). Samkvæmt umferðalögum taldist ég vera í rétti. Þó ég hafi verið í augnsambandi við ökumanninn þá var eins og hann sæi mig ekki og ók í veg fyrir mig eins og ég væri ekki til. Merkilegt ekki satt? En þetta er nokkuð sem ég hef ekki þurft að lenda í í öðrum löndum, en því miður daglegt brauð á Íslandi. Í síðustu viku var ég að koma úr tveggja vikna ferðalagi af hálendinu. Þá gerðist það nokkrum sinnum í uppsveitum Árnessýslu að bílar tóku fram úr öðrum bílum sem komu á móti mér og mig þar við hlið. Bílar struku sem sagt töskur mínar á 100-120 km hraða og ég kom á móti á ca 20 Km hraða. Það getur hver og einn séð að þetta getur boðið hættunni heim og hjálmur hugsanlega gert litið gagn. Ég hef lent í því á hverju sumri í þessum hjólaferðalögum mínum um landið að unglingar hafi haft það að leik að aka á ofsa hraða aftan að mér og rétt strjúka töskur mínar gasprandi og gólandi eða með hurðirnar opnar. Á Íslandi fá allir bílpróf þó þeir hafi ekki þroska til þess.

Það þarf að bæta umferðamenninguna, fá fólk til að skilja að á vegum hefur hjólreiðafólk líka rétt sem aðrir vegfarendur. Það þarf að þyngja ökuprófið sem er allt of létt. Það þarf að endurhanna umferðmerkingar og almenna hönnun umferðamannvirkja, ekki síst öll gatnamót. En það sem verður að gerast og hefði átt að gerast fyrir mörgum árum er að aðskilja hjólandi og akandi umferð, ekki síst í þéttbýli. Það er vægast sagt fáránlegt að í gegn um höfuðborgarsvæðið liggja hraðbrautir eins og Vesturlandsvegur og Reykjanesbraut án þess að það hafi verið gert ráð fyrir besta farartækinu á því svæði þ.e. reiðhjólinu.             ÞAÐ VANTAR AÐGREINDAR HJÓLREIÐABRAUTIR EKKI FLEIRI HJÁLMA.

Meira um það á vef Landssamtaka hjólreiðamanna http://hjol.org

 


mbl.is Alvarlega slasaður eftir reiðhjólaslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hreinsson

Bjó í Svíþjóð fyrir stuttu og hjólaði mikið þar. Fyrir utan mjög góða hjólreiðastíga þá eru göturnar yfirleitt með mjög breiðar axlir sem ég nýtti óspart. Það er kannski hlutur sem mætti skoða hér. Hér er nánast eingöngu hægt að hjóla á götunni eða úti í móa.

Það er hlutur sem þyrfti að hugsa örlítið út í eins og með vegi þar sem er þung umferð að sumri til, að hafa vegina örlítið breiðari með góðum vegöxlum þ.a. mögulegt sé fyrir hjól að vera örugglega til hliðar.

Kristján Hreinsson, 23.7.2007 kl. 22:41

2 Smámynd: Magnús Bergsson

Sammála. Gera má ráð fyrir að við Íslendingar teldum okkur ekki hafa efni á að leggja góðar aðgreindar hjólreiðabrautir allstaðar þar sem þörf er á þeim. (allavega eins og staðan er í dag). Því má auðveldlega bæta aðstöðuna umtalsvert með því einu að breikka vegaxlir og merkja þær jafnvel sem hjólreiðabraut, ekki síst úti á landi nærri þéttbýlistöðum eða þar sem umferð geti talist hættuleg. En þetta er eitthvað sem samgönguráðuneytið hefur ekki viljað ræða fram til þessa. Landssamtök hjólreiðamanna hafa þó reynt að koma þessu að eins og í athugasemd við samgönguáætlun. http://www.islandia.is/lhm/BrefLHM/2007/020307.htm

Á höfuðborgarsvæðinu og á vegum eins og á Vesturlandsveginum þar sem slysið átti sér stað dugar ekki að hafa hjólreiðabraut á vegöxlum. Hjólreiðabrautin verður að vera utan akbrautar. Þar er vegurinn orðin svo "góður" að menn geta auðveldlega ekið á ofsa hraða og samtímis sofnað undir stýri. ....því miður.

Magnús Bergsson, 24.7.2007 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband