Besta smyglleiðin í spilltu samfélagi

Í ríkisjónvarpinu í kvöld var greint frá því að einkaflugvélar væru ekki tollskoðaðar á Reykjavíkurflugvelli. Ég fer núna að skilja hvers vegna svona mikið framboð er af fíkniefnum hér á landi og hvers vegna aldrei er hægt að uppræta síaukið framboð harðra efna. Þarna fljúga hinir ósnertanlegu og moldríku með allt sitt smyglgóss inn í landið bara sísona. Líklega er afsökunin sú að þeir þurfa að flýta sér á fund. Við hin skítugu almúgabörn fáum að vera í biðröðum og sætta okkur við að borga ofurtolla af smáhlutum eins og Ipod-um ella er þeim stolið af tollvörðum. Hvernig væri að þessi auma lögrugla sem er að lumbra á náttúruverndarsinnum alla daga, líklega í æfingarskyni, hundskist með hunda um borð í þessar einkaflugvélar og kanni málið. Miðað við umfang einkaflugvélaumferðar á Reykjavíkurflugvelli þá má búast við því að þarna rúmist tvö stöðugildi dóphunda. Þeir ættu að vera alfarið kostaðir af þessum flottræflum sem koma með þessum þotum enda veitir þeim ekki af því að losa sig við slyðruorðið. Þjónustan er þá líka í þeirra þágu.

Miðað við umfang og ofsa íslenska hagkerfisins þá er því stjórnað af mönnum með báðar nasir stíflaðar af kókaíni.

Þá er hér líklega að finna skýringuna á því hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn hefur hafst minnstan áhuga á því að flytja flugvöllinum. Sá flokkur þjónar auðvitað sínum bestu skjólstæðingum þ.e. þeim moldríku og almennum fjármálabröskurunum.

Hér er svo líka komin skýring á því hvers vegna fangaflutningar CIA komu íslenskum stjórnvöldum á óvart. Hugsið ykkur bara fréttirnar. Tollgæslan finnur blóðuga "Talibana" í amerískri einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli! Það er ýmislegt að gerast á þessum flugvelli sem við höfum ekki hugmynd um en er bæði ólöglegt og ósiðlegt....hjá sumum

Ef það er ekki réttmæt krafa að þessar einkaþotur séu skoðaðar þá er kominn tími á blóðuga byltingu. Íslenskt samfélagi er orðið óþolandi rotið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Góð grein! Hér má bæta við að gjöldin fyrir þessa einkaþotur eru hlægilega lág, mér skilst að fyrir veru þeirra á vellinum er rukkað minna á klukkustund en fyrir bifreið í miðbænum.

Úrsúla Jünemann, 31.7.2007 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband