29% tóku þátt í landráðinu

Þá veit ég það.
29 % þjóðarinnar hefur hagsmuni að gæta svo ekki komist upp um landráð þess.
Þessi "Sjálfstæðisflokkur" landráðamanna er sá flokkurinn sem sýndi með aðgerðarleysi sínu að hann stendur vörð um hagsmuni þeirra sem rændu þjóðina síðustu ár. Á meðan pappírs- og diskatætarar gengu í fjóra mánuði gerði þessi "Sjálfstæðisflokkur" ekki neitt til að stöðva það.

Í þessum fjölda má svo eflaust finna einhver prósent sem teljast saklaus pólitísk viðrini.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ég skil ekki heiminn lengur. Hver í ósköpunum kýs flokk sem hefur siglt okkar þjóð svo skelfilega í strand?

Úrsúla Jünemann, 6.3.2009 kl. 14:01

2 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Flokkurinn og frjálshyggju stefnan á nú undir högg að sækja víðsvegar og tel ég það svo sem gott á sinn hátt. Finnst gott að fólk horfi aðeins í kringum sig og pæli í stjórnmálum. Hef haft það á tilfinningu lengi að stjórnmál væri einfaldlega lítið pælt í hér á landi.

Aftur á móti gleymist oft að það er fólk sem stýrir stefnu flokksins. Það fólkið sem hefur verið við völd allt of lengi varð of vant þessu og á auðveldara með að spillast, enda hefur það myndað sterk tengsl víðsvegar og jafnvel vinabönd. Það sem gleymist í þessari umræðu er svolítið það að fólkið sem stjórnaði og það fólk hefur flest ekki gefið kost á sér í næstu kosningum. Margir fylgjast með flokknum og sjá breytingar. Í minni umfjöllun um kosningarnar hef ég rætt við marga íbúa landsins, venjulegt fólk sem hefur ákveðið að skrá sig í flokkinn. Aðspurður hvers vegna fólkið gerði það var í mörgum tilfellum einföld, það er mikil uppbygging og breytingar í gangi hjá flokknum. Þarna færðu svona smá dæmi um nokkur prósentur.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 6.3.2009 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband