Þjóðarstolt og sómi

TIL HAMINGJU MÓTMÆLENDUR. Þið eruð þjóðarstolt og sómi. Mér svíður að hafa ekki mætt á svæðið. Ég hvet alla til að mæta framvægis með hlífðargleraugu á meðan lögruglan stendur fyrir þessu ofbeldi . Skíða- eða sundgleraugu geta komið að gagni ef annað er ekki tiltækt.

Að vanda má svo enn þakka þingmönnum Vinstri grænna fyrir að standa á sínu innan veggja Alþingis og koma skilaboðum mótmælenda á framfæri.


mbl.is Margir fengu piparúða á sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilberg Helgason

Þorsteinn, ég er nokk viss um að Amma mín sem líklega taldist til þessarra 2000 sem þarna voru hafi tekið mikinn þátt í að ógna lögreglu, ætli þetta hafi ekki verið nokkuð jafn leikur.... svona 100 á 100.

Nema þá er það náttúrulega að aðrir eru búnir eiturvopnum og kylfum en hinir skyri...

Þjóðleg mótmæli v.s. einkaher b.b.

Vilberg Helgason, 21.1.2009 kl. 00:13

2 Smámynd: Vilberg Helgason

Persónulega hef ég ekkert útá lögregluna að setja í mótmælum hingað til nema að svo virðist sem að ef Jón Geir vanti þá verði alltaf allt vitlaust. Það þarf að klóna kallinn til að halda rógsemd allra.

Ég er aftur á móti ekki jafn hrifinn af sérsveit eða óeirðadeild lögreglunnar og þvi sem ég sá til þeirra á myndböndum (sá bara á myndböndum því ég er nefniega einn af þeim sem er alltaf á leiðinni á mótmæli en fer aldrei) Mér fannst dæmið um myndatökumann morgunblaðsins sem var sprautað beint framaní gott dæmi um það hvernig þeir leyfðu þessu að fara úr böndunum á köflum.

Varðandi þjóðleg mótmæli þá var það bara létt spaug tengt hinu séríslenska skyri.

 En mótmælin eiga engu að síður rétt á sér (án ofbeldis) og það þarf yfirleitt 2 til að deila og lögreglan verður að halda sínu striki til að gefa ekki mótmælendum ástæðu til slagsmála við sig.

En ætli það verði ekki þannig að ef ríkisstjórnin segir ekki af sér og leyfir þjóðinni að kjósa,  þessvegna að kjósa sig aftur, þeas ef hún hefur áhuga á því. Þá held ég að ég endi á því að pakka hjólinu mínu niður og flytja til Noregs.

Vilberg Helgason, 21.1.2009 kl. 01:27

3 Smámynd: Magnús Bergsson

Ég hef ekkert út á lögguna að klaga. Ég mæli hinsvegar með því að fólk verji sig fyrir þessu óþverra eitri sem löggan notar á almenning. Það er allt og sumt.

Þessi mótmæli hafa gengið einstaklega vel fyrir sig. Það er varla hægt að segja að fleiri hafi slasast en gengur og gerist við skemmtistaði Reykjavíkur á rólegri helgi. Það er líka frábært að sjá að fólk er tilbúið til að verja lögguna þegar ofbeldisseggir ætla láta blóðið renna.

Ég er hinsvegar búinn að standa í mótmælum alveg frá því fyrir helvítis Kárahnjúkavirkjun. Það er alveg ljóst að þau friðsælu mótmæli sem ég tók þátt í þá voru vindhögg. Auðvitað hefðu náttúruverndarsinnar átt að kveikja elda og fara um ógnandi með háfaða og látum. Það er ótrúlegt að þurfa að standa í því, en niðurstaða síðustu klst. segja mér að loksins virðast mótmæli síðustu viku vera farin að bera árangur. Fólk er farið að bera ábyrgð.

Nú situr maður uppi með samviskubit yfir því að hafa ekki sýnt af sér ógnandi tilburði við mótmæli Kárahnjúkavirkjunar. Þjóðin væri þá líklega 1000 miljarða krónum ríkari, ætti óspilltara hálendi og sæti ekki uppi með stóriðju sem þessi misserin gefur engan arð.

Niðurstaða síðustu daga virðast vera sú að ef  ná á eyrum landráðamanna þá þarf að ógna þeim, löggunni sem sér um að standa vörð um þá, kveikja elda og láta ófriðlega. Vitræn blaðaskrif og falleg ræðuhöld bera engan árangur.

Magnús Bergsson, 26.1.2009 kl. 09:47

4 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Þessi skrif sýna að þú ert algjörlega verueikafirrtur.

"Þessi mótmæli hafa gengið einstaklega vel fyrir sig. Það er varla hægt að segja að fleiri hafi slasast en gengur og gerist við skemmtistaði Reykjavíkur á rólegri helgi."

Þessi ummæli þín segja allt sem segja þarf

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 3.2.2009 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband