Þjóðin missir fyrsta alvöru umhverfisráðherrann

Það er ferlegt að Kolbrún skildi falla af þingi. Því þó Vinstri grænir hefðu unnið sinn besta sigur þá komst Kolbrún ekki inn. Þegar mér varð þetta ljóst á kosningakvöldi missti ég alveg áhugann á þessum annars merku kosningum. Kolbrún fékk heldur ekki mikinn stuðning frá sínum flokksfélögum í síðasta forvali. Mig grunar að það stafi af mikilli þátttöku ungs fólks sem hafði ekki kynnt sér þingsögu Kolbrúnar síðastliðin tíu ár.  Allir muna hinsvegar eftir neikvæðum spurningum fréttamanna sem gátu aldrei spurt hana um neitt nema það mundi skapa neikvæða umfjöllun.

Síðustu ríkistjórnir hafa svívirt umhverfisráðuneytið með því að nota það eins og afgreiðsluráðuneyti fyrir iðnaðarráðuneytið. Þó Kolbrún hafi alla tíð greinilega verið best til þess fallinn að sjá um ráðuneytið þá hafði þessi sóðaþjóð ekki rænu á því að gefa henni atvæði sitt. Kolbrún fékk því gullið tækifæri til að láta gott af sér leiða þann stutta tíma sem minnihlutastjórnin var við völd. Sjálfur var ég búinn að bíða eftir þessari stöðu í 10 ár Og satt best að segja mátti greinilega sjá og heyra að Umhverfisráðuneytið stóð allt í einu undir nafni. Þó Þórunn Sveinbjarnar hafi staðið sig furðu vel þá benti allt til þess að Kolbrún mundi gera betur.

En nú er stóra spurningin sú hver kemur í stað Kolbrúnar í Umhverfisráðuneytið? Fyrir mér er Umhverfisráðuneytið eitt mikilvægasta ráðuneytið. Það er því ekki sama hver því stjórnar. Sem stendur sé ég ekki nokkurn þingmann, jafnvel ekki úr röðum Vinstri grænna. Því vona ég að næsti umhverfisráðherra verði úr röðum fagmanna. 

Næstu dagar verða því nokkuð spennandi.

Sjá einnig blogg Hjörleifs


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kolbrún, Árni Þór og væntanlega Álfheiður líka guldu fyrir það í forvali VG að hafa verið í vinnunni sinni meðan aðrir frambjóðendur unnu sleitulaust við að safna sér fylgis. - Þessi þrjú gerðu það ekki eða alla vega mjög lítið enda þeir tímar á þinginu.

En kosningabandalag Lilju Mósesdóttur og Svandísar vann vel og þeirra maskína. Enda skilaði hún sínu.   - Þær áttu reyndar aldrei möguleika á að komast upp fyrir Katrínu sem var takmark Svandísar. 

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband