Já og hvað svo?

Ekki er þetta nú merkileg frétt, nema ef vera skyldi að hér sé komin sönnun þess að endanlega eigi að moka burt Háuhnjúkum og ráðast síðan á Lönguhlíð. Það er ekkert sem heillar við innflutning á svona drasli. Svona landeyðingartól flýta aðeins fyrir eyðileggingu á óspilltri náttúru.  Að auki eru þessi fjárans tól notuð af Síonistum til að rústa heimilum Palestínumanna og almennt palestínsku samfélagi.
Ég vona að þessi maskína verði send sem fyrst úr landi og þá beint í brotajárn.


mbl.is 117 tonna ýta komin til Krísuvíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af mörgum má læra

Nú er farið að liða á námskeiðið sem ég hef verið á í Dusseldorf og tengist nýjum hafnarkrana Eimskips sem væntanlegur er til landsins næstu helgi. Ég hef reynt að nýta tímann vel í mínum frítíma til að skoða mig um í þessari annars skemmtilegu borg. Hér er mikið gengið og ekki laust við að maður finni fyrir strengjum í fótum sem vanari eru hjólreiðum. Hér hef ég lika nýtt mér strætisvagna ef vegalengdir hafa verið lengri en 10 km. Myndavélin hefur líka verið óspart notuð og þá helst til að taka myndir af gatnamótum og samspili akandi, hjólandi og gangandi vegfarenda. Þó ég geti ekki talist hrifin af Þýsku umferðarskipulagi þá verð ég að segja að borgaryfirvöld í Dusseldorf hafa lagt talsvert upp úr því að bæta aðgengi hjólreiðafólks. Hjólreiðafólk er líka mjög áberandi. Gangandi þurfa svo sem ekki að kvarta og almenningssamgöngur eru alveg til fyrirmyndar. Þó finna megi margar líflegar göngugötur þá er allt of mikið af bílum í þessari borg. En einhvernvegin þá plagar umferðin mig ekki eins mikið og í Reykjavík. Hugsanlega er það minni "háfaðasreyta". Það má finna fyrir þögn í borgini ólíkt því sem manni finnst í Reykjavík. Í Reykjavík er hana helst að finna milli kl 02:00 og 05:00 á nóttu. Þessi litla hávaðamengun hér í Dusseldorf stafar þó líklega helst af því að hér ekur enginn um á grófum dekkjum hvað þá nagladekkjum. Það sannast því enn og aftur að bílar henta ekki íslenskum aðstæðum þar sem þeir valda jafnvel enn meiri skaða á sínu umhverfi en gengur og gerist í heitari löndum.

Ég hef haft talsverðar áhyggjur af því hvað þetta viku námskið mitt í Dusseldorf hefur mengað mikið háloftin. Að fljúga alla þessa leið til þess eins að sitja u.þ.b. 30 klukkutíma á námskeiði er nánast klikkun. Þó ég hafi haft gagn og gaman af því þá verðum við að fara hugsa öðruvísi. Þetta námskeið hefði vel verið hægt að halda heima með fjarfundarbúnaði og þá hefðu jafnvel fleiri geta notið góðs af því. Það á ekki að teljast sjálfsagt mál að fara upp í svona flugrellur sem hannaðir eru fyrir svona eldsneytisbruna.

En nú ætla ég að vera eins og öll hin fíflin hætta að hugsa um þetta og reyna bara að hafa gaman af þessu.

 Ég sá á blogginu að flokksystir mín hún Sóley Tómasdóttir var í einskonar kynnisferð í Seattle, liklega á vegum Reykjavíkurborgar og með öðrum borgarfulltrúum . http://soley.blog.is/blog/soley/entry/146267/

Þetta hlýtur að vera svaka gaman ekki síst þar sem ég sé að hún er að fá kynningu á því sem ég hef mikinn áhuga á. Umferðar-umhverfis og skipulagsmál, í raun mitt sérsvið.

En það er merkilegt að fólk skuli fara til USA til að sækja sína visku í umhverfis- og skipulagsmálum. Þetta heitir að fara yfir lækinn þegar margar borgir í Evrópu standa sig mun betur en Seattle. Fram til þessa höfum við bara tekið upp ósiði USA búa í þessum málaflokkum. En gott og vel, Sjálfstæðismönnum dreymir um að "ameríkansera" höfuðborgina. Það þykir svo líklega líka svaka fínnt að fara til USA ekki síst þar sem það er langt, dýrt og mengandi flug.

En þar sem við Sóley vorum að gera sama hlutinn í sitthvorri heimsálfuni, hún í sínum vinnutíma en ég í mínum frítíma þá vogaði ég mér að gera athugasemd við bloggið hennar, sem hljóðar svo:

Frábært hvernig þeir standa að sínum málum þarna í Seattle. Í öllum greinum sem ég hef lesið um hjólreiðar og samgöngur í USA þá er Seattle talin standa sig best í aðbúnaði fyrir hjólreiðafólk. Þó það sé ekki í líkingu við það sem gengur og gerist í Hollendi, þá er það margfalt meira en gert er í Reykjavík (sem gerir reyndar ekki neitt).

Þar sem margir íslenskir stjórnmálamenn mæra amerískan hugsanahátt þá ættu þeir að taka stjórn Seattle borgar sér til fyrirmyndar. Fram til þessa þá hefur sú reykvíska haft einstakt dálæti á 30 ára gamalli hugmyndafræði Houston borgar sem gekk út á það að "nútímavæða" borgina með einkabílum og bílamannvirkjum. Í dag er Houston besta skólabókardæmið um hvernig EKKI á að skipuleggja borgir. 

Í því sambandi er hér linkur á mynd frá Houston sem talar sínu máli:

http://www.islandia.is/lhm/images/parking-houston.jpg

Ef stjórn sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu fer ekki að gjörbylta sínum hugsanahætti þá fer eins fyrir höfuðborgarsvæðinu og Houston helvíti á jörð. Við þurfum ekki að setja tugi miljarða í bílamannvirki. Við þurfum að gera það sem gert er í Hollandi og Danmörku. Þrengja að bílum og þenja út oflugt hjóleiðabrautakerfi. 


Það er bara ekkert annað

Í hvaða skruddur er Mogginn farinn að sækja sínar fréttir? Um helgina höfðu menn fundið  haf undir jarðskorpunni. Nú er það alsber möttullinn án jarðskorpu. Hvað ætli mönnum detti í hug að uppgötva næst?


mbl.is Leitin að týndu jarðskorpunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú detta af mér allar dauðar...

Nú er ég hissa. Alltaf kemur fram eitthvað nýtt. Ég vill fá að vita meira um þetta. Það er eins gott að engum detti í hug að bora niður á þetta haf. Það hlýtur að liggja undir feikna fargi og þá miklum þrýstingi. Kannski er þetta ekki vatn.
Ætli þetta með "Pekingfrávikið" sanni ekki bara að móður jörð hafi einhvertíma farið í brjóstastækkun?
Já, líklega er þetta bara sílikon.
mbl.is Fundu vísbendingar um stórt haf undir Austur-Asíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fimmtíu árum of seint.

Það er gott að sumir ráðamenn þjóða heims eru farnir að vakna. Þetta eru rannsóknir sem við hefðum átt að stunda alla tíð. Skilningur okkar í dag á vistkerfinu hefði þá orðið meiri en hann er í dag. Nú þegar allt stefnir í óefni og jafnvel orðið of seint að bjarga málum, þá hlaupa allir upp til handa og fóta og ætla að öðlast skilning á náttúrunni og atburðarás sem einhvernvegin hefur verið svo fyrirsjáanleg um margra ára skeið.  Ánægjuleg frétt en um leið lika dapurleg


mbl.is Umfangsmestu heimskautarannsóknir í hálfa öld hafnar í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sko til..

Einhver hluti þjóðarinnar virðist vera að átta sig. Pólitík er ekki boltaleikur þar sem menn halda með sínu liði út fyrir gröf og dauða. Pólitík er náköld staðreynd sem verður að vera laus við alla blinda fylgispekt. Nú í dag eru umhverfismálin mál málana og þar sem VG er líklega eini flokkurinn sem unnið hefur heimavinnuna í þeim efnum þá eiga þeir þetta skilið og miklu meira en það. Tími VG er kominn og verður að vera það þar til aðrir flokkar hafa náð áttum í umhverfismálunum. Ef við förum ekki nú þegar að slaka á grægisvæðinguni og taka umhverfismálinn alvarlega þá rústum við framtíð barna okkar.

mbl.is VG með meira fylgi en Samfylking
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjóla meira, aka minna.

Ég vill minna á að ef borgin væri ekki eingöngu byggð fyrir bíla þá væri þetta ekki vandamál. Við þurfum að krefjast hjólreiðabrauta um allt höfuðborgarsvæðið ef við viljum leysa þennan vanda. Reiðhjólið er besta farartækið sem völ er á. Minni á fyrri skrif mín um það.

http://mberg.blog.is/blog/mberg/entry/128387/

Fyrir þá hjólreiðamenn sem hjóla í dag mæli ég með að þeir noti rykgrímur. Ég hef góða reynslu af notkun þeirra í okkar aumu bílaborg.


mbl.is Búist við mikilli svifryksmengun í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Augnablik, annað innlegg

Þó ekki færi fram formleg könnun á ferðavenjum landsfundargesta á sunnudeginum þá höfðu margir skipt um ferðamáta. Bílar voru nú umtalsvert færri og allavega sex komu á reiðhjólum.  Margir höfðu því tekið við áskoruninni og kosið að menga minna, hvort sem það var með göngu, í strætó eða samnýtingu bifreiða.

Eftir því sem á undan hefur gengið á blogginu um þessa litlu frétt þá er merkilegt að fylgjast með því hvað hægri menn gelta hátt. Það eitt sýnir fáfræði þeirra um stöðu sjálfbærra samgangna á Íslandi.

Líklega er farið að renna upp fyrir þeim að þeir geti hugsanlega lent í minnihluta eftir kosningar. Það gæti orðið eitt mesta happ þeirra sem vilja ferðast með sjálfbærum hætti. Sjálfstæðisflokkurinn með framsóknarkjölturakkann sér við hlið hafa ekki lyft svo mikið sem litla fingri til að almenningur fái raunhæft val um að nýta sér sjálfbærar samgöngur. Sem dæmi hefur Samgönguráðuneytið enga sýnilega stefnumörkun í þessum efnum. Er það ein helsta ástæða þess að hjólreiðar eru vart stundaðar á Íslandi. Hönnun gatnakerfis eða gangstétta tekur ekki mið af þörfum hjólandi vegfarenda, auk þess sem umferðareglur sem tengjast reiðhjólum eru úrelt og þarfnast endurskoðunar. Ekkert af þessu hefur Samgönguráðuneytið haft áhuga á að endurskoða. Það hefur verið skoðun samgönguráðherra fram á síðustu mánuði að ekki sé þörf á að koma á móts við þessar þarfir, þar sem almenningur hafi kosið einkabílinn sem sitt farartæki. Það getur hver helvíta maður séð rökleysuna í þessu. Menn eins og ég hafa aldrei verið spurður, enda verður sífellt erfiðara að fara leiðar sinna með vistvænum og hollum hætti vegna mikillar umferðar og mengunar frá bílum. Það þarf því engan að undar að fáir hafi hjólað á Landsfund VG um helgina. Það ættu hægri menn að vita jafn vel og aðrir.

Kjósum VG í vor og látum reyna á stefnuskrá VG í sjálfbærum samgöngum. Ég óttast hinsvegar að eftir langvarandi slóðahátt Sjálfstæðismanna innan samgönguráðuneytisins, þá þurfi mörg ár til að gera samgöngur íslendinga sjálfbærar.


Augnablik...

Ég þarf líklega að blanda mér í þessa umræðu þar sem ég hóf hana.

Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að við vorum tveir sem höfðum mætt á hjóli og seinna þrír. Eftir á að hyggja þá var spurningin svolítið óréttlát. Stór hópur fundargesta var utan af landi. Þaðan komu flestir á sínum bíl enda eru almenningssamgöngur við landsbyggðina í skötulíki. Þá kom í ljós að fólk hafði samnýtt bíla á höfuðborgarsvæðinu. Liklega voru það svo u.þ.b. 15% sem notuðu stræto og gengu.

Þó Reykjavík geti seint talist hjólavæn borg þá hefði samt átt að vera sægur af hjólum fyrir utan fundarstaðinn. Það skiptir ákaflega miklu máli að við kjósum vistvænustu og hollustu samgöngumáta sem völ er á. Ekkert er betur til þess fallið en reiðhjólið.  

Það sannaðist núna um helgina að batnandi fólki er best að lifa. Vinstri grænir hafa mótað skýrustu og bestu stefnuna sem varða sjálfbærar samgöngur og geri aðrir betur. 


mbl.is Einn á hjóli hjá VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ, þessi auma bílaþjóð

Æ þessi auma þjóð, henni verður ekki bjargað. Ef hún þarf að snúa höfðinu þá startar hún bílvélum.

Loksins þegar smá vitglóra læðist inn í vegalög og samgönguáætlun þá reynir ráðuneytið að leita allra leiða til að komast hjá því að framfylgja því. Þessi litla viðbót um "göngu- og hjólastíga" í vegalögum er það eina sem samgönguráðuneytið hefur lagt fram í sjálfbærum samgöngum svo ég viti til. En auðvitað er það svo bara tálsýn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur það eitt til málana að leggja að fólk fái frelsi til að menga á kostnað umhverfis og náttúru. Merkilegt hvað þessi flokkur er utan við sig í umhverfismálum. Það er lika merkilegt hvað fúskarar Samgönguráðuneytisins hafa lítinn metnað til að stuðla að sjálfbærum samgöngum. Ég hef allar forsendur til að ætla að Þórunn Sveinbjarnadóttur sé ekki að bulla þegar hún segir að fjárveitingar vanti til uppbyggingar "hjóla- og göngustíga". Það sé í raun ekki nóg að nefna þetta í samgönguáætlun, það verði lika að nefna fjármagnið. Sturla hefur þó sagt það í fjölmiðlum að nú muni "göngu- og hjólastígar"  lúta sömu lögmálum og reiðvegir. Það bendir þá vonandi til þess að veittar verði 240 miljónir í "hjólreiða- og göngustíga" næstu misserum.  

Okkar nýsamda samgönguáætlun er handónýt samanborið við samgönguáætlanir nágrannaþjóða okkar þar sem tillit er tekið til hjólreiða í allri hönnun samgönguleiða. Það er sorglegt að Samgönguráðuneytið hafi ekki fagmenn á sínum snærum til að sinna samgöngum allra vegfarenda. Hjólreiðar eru afar hentugar á þéttbýlum svæðum eins og á höfuðborgasvæðinu hvað þá í minni bæjum út á landi. En bíllinn hefur alltaf verið dyggur þjónn letinnar og þar sem letin er eins og hvert annað ópíum þá er sárt að sjá hvernig komið er fyrir þessari aumu þjóð.  Ísland er kjörland hjólreiða, hvorki of kalt eða heitt og ákaflega sjaldan hvasst (allavega síðustu ár).

Því miður þá eru Sjálfstæðismenn búnir að fara með málefni Samgönguráðuneytisins í ALLT OF LANGAN TÍMA. Þetta ráðuneyti er í raun ekkert samgönguráðuneyti. Það er mun frekar bíla- og vélamálaráðuneyti. Sjálfstæðismenn virðast ennþá stjórna því eins og þeim sé mútað af bílasölum og olíufélögum. Er það líklega arfleið frá þeim tíma sem bókhald flokksins var leyndamál fram á þetta ár.

Sturla virðist þó átta sig á því að margt er ógert áður en hægt verði að leggja þessa "hjóla- og göngustíga". Það er ágætt því þá hefur hann líklega lesið umsagnir Landsamatak hjólreiðamanna. Hugsanlega hefur hann áttað sig á því að hjólreiðabraut er ekki sama og gangstétt eins og skilja má á samgönguáætlun. Ekki frekar en akbraut sé sama og reiðvegur. Ef hann hefur áttað sig á því þá er það mikil framför.

Til að fólk átti sig á því hvað hjólreiðabrautir séu er best að birta smá bút úr umsögn Landssamtaka hjólreiðamanna á nýjustu vegalögum.

Hvað eru hjólreiðabrautir?

Hér á landi hafa gangstéttir ekki verið hannaðar með hjólreiðar í huga. Því hafa þær ekki verið góður kostur í samgöngum. Hröð hjólandi umferð á ekki samleið með gangandi vegfarendum, fremur en hestar með bílaumferð. Að frumkvæði Reykjavíkurborgar hafa aðgreindar hjólreiðabrautir aðeins verið lagðar mjög stuttar vegalengdir og því engin reynsla komin á þær.
Þriðjungur ferða í Reykjavík er styttri en einn kílómetri, og tveir þriðju styttri en þrír kílómetrar. Það er því stór hópur fólks, sem auðveldlega gæti ferðast með öðrum hætti en með bílum.
Hjólreiðabraut er smækkuð mynd akvegar fyrir bíla og því ekki gangstétt. Ef rétt er að málum staðið hafa hjólreiðabrautir sama vægi í samgöngum og akbrautir.
Kostnaður við gerð hjólreiðabrauta er óverulegur, ef þær eru lagðar samtímis annarri vegaframkvæmd. Arðsemi hjólreiðabrauta er margfaldur, sé aðeins litið til heilbrigðisþátta. Að sama skapi lækka hjólreiðabrautir rekstrarkostnað akvegakerfisins, þar sem reikna má með fækkun ökuferða sem nemur fjölgun hjólreiðamanna. Því fleiri sem kjósa að hjóla, þeim mun betri verður álagsdreifing í samgöngukerfinu í heild og skilvirkni þess um leið mun betri. Rekstrarkostnaður hjólreiðabrauta er óverulegur samanborið við rekstur akbrauta, þar sem afl og þyngd reiðhjóla er einungis örlítið brot af afli og þyngd vélknúinna ökutækja. Hjólreiðabrautir taka ekki aðeins við umferð reiðhjóla heldur lika rafmagnsreiðhjóla sem eru í hraðri framþróun um þessar mundir. Þær opna möguleika fyrir marga sem fara vilja ferða sinna með vistvænum hætti og án þess að vera í hættu af bílaumferð eða reyna mikið á sig. Þannig taka hjólreiðabrautir við umferð farartækja sem ekki er talið óhætt að séu á hættulegum akbrautum.
Innan íbúðahverfa með 30 km hámarkshraða geta hjólreiðabrautir og gangstéttir haft forgang fram yfir akvegi. Þannig mætti auka öryggi óvarinna vegfarenda innan þeirra svæða með því að þrengja götumyndina með hjólreiðabrautum fremur en hraðahindrunum og umferðareyjum. Hjólreiðabrautir ætti að leggja meðfram öllum vegum þar sem umferðin er umfram ákveðinn fjölda ökutækja eða þar sem hætta er talin stafa af hraðri umferð. Eðlilegur meðalhraði á hjólreiðabrautum er u.þ.b.30 km/klst. Slysahætta er því talsvert minni þar en á akbrautum. Forðast ber að leggja hjólreiðabrautir í hlykkjum eða um mishæðótt landsvæði.  Samræmdar umferðarreglur gilda um akandi og hjólandi vegfarendur. Umferðarljós, skilti og vegmerkingar eru af sama toga svo að vegfarendur þurfa ekki að fara eftir mismunandi reglum hvort sem þeir eru akandi eða hjólandi. Þá verða ökumenn að horfast í augu við aukinn rétt annarra vegfarenda s.s. aðalbrautarrétt hjólreiðabrautar o.s.frv. Hjólreiðabrautir kalla því á endurbætta hönnun akbrauta ekki síst við gatnamót.
Vegagerðir norðurlandaþjóðanna (sem og margra annarra þjóða) hafa þegar gefið út handbækur um stefnu sína og til leiðbeiningar um gerð hjólreiðabrauta. Hér skulu nefndar handbækur frá tveimur löndum:
Danmörk: Idékatalog for cykeltrafik. Einnig fáanleg á ensku. Collection of Cycle Concepts.
Noregur: Nasjonal Sykkelstrategi, og í enskri útgáfu: National Cycling Strategy

Arðsemi hjólreiðabrauta er ótvíræð.

Tæplega þarf að minnast á allan þann heilsufarslega ávinning sem í hjólreiðum felst. Jafnframt má gera ráð fyrir því, að limlestingum og dauðsföllum í umferðinni fækki þar sem færri taka þá áhættu að aka bíl. Því fleiri sem kjósa að nota reiðhjól spara samfélaginu gríðarlegar upphæðir. Arðsemi hjólreiðabrauta er því margfaldur á við akvegi þótt aðeins sé litið til heilbrigðisþátta.
Hér á landi hefur ekki verið farið út í arðsemisútreikninga á hjólreiðum en það hefur verið gert víða erlendis. Hér eru nefnd tvö dæmi:
Norðurlandaráð hefur gefið út skýrslu um úrval rannsókna sem sýna fjárhagslegan ávinning af hjólreiðum. Einhverra hluta vegna tóku Íslendingar ekki þátt í þessari úttekt: CBA of Cycling
Frá Noregi kemur Gang- og sykkelvegnett i norske byer (og stutt samantekt á norsku og ensku).

Skuldbinding Íslands um aðgerðir gegn losun gróðurhúsalofttegunda

Hjólreiðar til samgangna eru sjálfbærar. Frá þeim stafar ekki hávaði, svifryksmengun, losun koldíoxiðs eða annarra eiturefna. Landnýting hjólreiðabrauta gerist vart betri. Förgun reiðhjóla og spilliefna vegna þeirra er óveruleg. Aukin hlutdeild hjólreiða í samgöngum er því langbesti kosturinn til að fullnægja skuldbindingarloforðum s.s. mælt er með í Staðardagskrá 21 sem og öðrum alþjóðaskuldbindingum sem varða stefnu í loftslagsmálum.
Nú þegar stefnir í neyðarástand í loftslagsmálum heimsins (http://www.ipcc.ch/). Ísland getur ekki skorast undan því að bregðast við með afgerandi hætti. Þriðjungur gróðurhúsalofttegunda á Íslandi stafar af samgöngum (pdf 3.0Mb). Það ætti því að vera skylda samgönguráðuneytisins og sveitafélaga að bregðast við nú þegar og breyta stefnu sinni í samgöngumálum. Ísland stendur öðrum þjóðum langt að baki við að hvetja almenning til notkunar sjálfbærra farartækja. Engin lausn í samgöngumálum er jafn áhrifarík og að byggja upp hjólreiðabrautakerfi sem er samkeppnishæft við akbrautir, ekki síst í þéttbýli. Samgönguráðuneytið verður að móta verklagsreglur eins og nágrannalöndin hafa gert, svo að hreppapólitík sveitafélaganna stöðvi ekki þá framþróun. Til að svo geti orðið verða skýrar verklagsreglur um gerð hjólreiðabrauta að komast í vegalög og samgönguáætlun til jafns við akbrautir.

Vefsíður, fylgiskjöl og upplýsingar í tölum


Idékatalog for cykeltrafik.    (Sjálf handbólkin pdf. 15.3Mb)
http://www.vejdirektoratet.dk/dokument.asp?page=document&objno=9178

Collection of Cycle Concepts:
http://www.vejdirektoratet.dk/dokument.asp?page=document&objno=17291

http://www.vejdirektoratet.dk/dokument.asp?page=document&objno=11566

Nasjonal sykkelstrategi:
http://www.vegvesen.no/

CBA of Cycling
http://www.norden.org/pub/sk/showpub.asp?pubnr=2005:556

Gang- og sykkelvegnett i norske byer
http://www.shdir.no/
http://miljo.toi.no/index.html?25810

Cycling: the way ahead for town and cities (European Commission)
http://ec.europa.eu/environment/cycling/cycling_en.htm

UK National Cycling Strategy. (Department for Transport)
http://www.dft.gov.uk/

Trafikdage på AAU, 2002 (Civilingeniør Troels Andersen, Odense Kommune)
http://www.cykelby.dk/pdf/cykelvenliginfrastruktur.pdf  (pdf 1.0 Mb)

http://www.sykkelby.no

http://cykelby.dk

Odense - Danmarks Nationale Cykelby
http://www.cykelby.dk/pdf/cykel_inet.pdf  (pdf  2.5Mb)

http://www.nationaler-radverkehrsplan.de/

Odense Magasinet 2002 (pdf 7,6 MB) 

Odense Magasinet 2001 (pdf 1,3 MB)

http://www.completestreets.org/

http://www.share-the-road.org/

Þingsályktunartillgaga sem lýtur að því að koma hjólreiðabrautum í vegalög.
http://www.althingi.is/altext/133/s/0082.html

Umsagnir Landssamtaka hjólreiðamanna við tillögu að breytingu á vegalögum má finna á vef samtakana  http://hjol.org

http://islandia.is/lhm/BrefLHM/2006/071106.htm

http://islandia.is/lhm/BrefLHM/2006/081106.htm

Skýrsla Vegagerðarinnar frá 2001 um losun gróðurhúsalofttegunda og samgöngur
http://www.samgonguraduneyti.is/media/Skyrsla/grodurhusaloft.pdf  (pdf 3.0Mb)

Fjórða skýrsla Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. http://www.ipcc.ch/

 


mbl.is Engir hjólreiðastígar í samgönguáætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband