12.2.2007 | 12:16
Framsóknarmennska
Þar sem Sjálfstæðisflokkurinn stjórnar í tveimur samliggjandi sveitafélögum verður verklagið hrein Framsóknarmennska.
Formúlan er svo sem ekki flókinn: xD+xD=xB.
Þrjú X er merkingin fyrir eitur ekki satt?
Framkvæmdir stöðvaðar við vatnsleiðslulögn í Heiðmörk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2007 | 01:07
Þjóðin virðist vera að vakna
Það verður að segjast að ég er hlynntari raforkuverum í byggð en á hálendinu en það var afar ánægjulegt að sjá allt þetta fjölmenni í Árnesi. Við verðum að stöðva þessa geggjuðu framkvæmda- og þenslugleði sem byggist aðallega á nauðgun á óspilltri náttúru. Gott að fólk er farið að átta sig.
Sjálfur hefði ég viljað mæta á þennan fund en gat það ekki þar sem ég er bíllaus. Og þó ég hefði átt bíl hefði ég ekki talið það réttlætanlegt að fara einn austur vegna mengunar frá bílnum. Ég spyr því, er ekki komin tími til að umhverfis- og náttúruverndarsamtök sameinist um að opna vefsíðu þar sem menn bjóðist til að keyra eða biðja um far. Það er mikilvægt að sameinast í bílum svo minnka megi mengandi umferð. Ég sé þó að fólk frá Sól í Straumi mætti þarna á rútu. Frábært framtak!
Og aðeins meira vegna vakningar almennings.
Mér þykir það bara afar sárt að almenningur hafi ekki verið svona vakandi fyrir fimm árum þegar versta hryðjuverk íslandssögunar var enn í undirbúningi við Kárahnjúka. Þá var aðeins einn stjórnmálaflokkur sem spáði fyrir öllum þeim hremmingum sem þjóðin og náttúran hefur mátt þola fram til þessa.
Það voru og eru Vinstri grænir. Kjósum þá í vor, þeir eiga það skilið.
Troðfullt í Árnesi á fundi gegn virkjunum neðri hluta Þjórsár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.2.2007 | 17:28
Vetnisbull
Það eitt að Valgerður Sverrisdóttir og Framsónarflokkurinn skuli tengjast þessu vetnismáli gerir það afar ótrúverðugt svo ekki sé nú meira sagt.
Vetni er ekki orkugjafi framtíðarinnar. Það verður hugsanlega valkostur í sérstökum tilfellum en annað ekki. Ástæða þess að bílaframleiðendur sýna þessu áhuga er að færibandaframleiðsla bíla breytist svo til ekkert við að skipta út sprengihreyflinum. Svo eru það olíufélögin sem geta haldið áfram að nota dreifikerfi sitt. Að lokum vilja olíufélögin nota olíuhreinsistöðvarnar til framleiðslu á vetni. Það sorglegt hvað fer mikið fjármagn í að sinna þessum stóru úreltu fyrirtækjarisum. Við þurfum að leita allra leiða til að spara orku, ekki bara olíu heldur líka rafmagn.
Hættum þessu vetnisbulli. Samgöngur fratíðarinnar verða drifnar af reiðhjólum, léttum rafmagnsbílum og hjólum. Öll stærri tæki verða svo drifin áfram af metangasi.
Ríkið setur 225 milljónir í vetnisverkefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.2.2007 | 15:32
Mikil gæfa að svona fór
Það er mikill gæfa að Framtíðarlandið bauð sig ekki fram sem stjórnmálaflokkur.
En þar sem ég veit að það eru ekki allir mér sammála þá verð ég að koma eftirfarandi á framfæri:
Grundvöllur að allri ákvarðanatöku í mannlegu samfélagi á að vera græn. Græn hugsun á að vera nátengd öllu því sem mannshöndin gerir.
Græn málefni meiga ekki vera einkamál vinstri flokka eða einhvers sérstaks flokks heldur eiga þau að vera gegnheil í stefnuskrá allra flokka.
Það er ákaflega líklegt að framboð Framtíðarlandsins hefði verið stimplað til vinstri af fjölmiðlum ef það hefði boðið sig fram. Það hefði sjálfkrafa eyðilagt hugmyndina að framboðinu
Það eitt úr hverju Framtíðarlandið spratt sem fjöldahreyfing lýsir mjög vel grænni hugsun. Ég sem og fleiri höfðum þann skilning á Framtíðarlandinu að það væru ópólitík málefnasamtök. Þar gæti fólk rætt um græn málefni án þess að blindast eða vera bundinn flokkspólitískum kennisetningum.
Það er mikilvægt að bæði Vinstri grænir og vinstri hægri sjónarmið geti skipst á skoðunum í samtökum sem hafa ekki þann pólitíska stimpil að vera hægri eða vinstri.
Þó svo komi fram eitthvað sérstakt grænt stjórnmálaafl þá verður alltaf þörf á samtökum eins og Framtíðarlandinu. Framtíðarlandið á hinsvegar að vera yfir það hafið að tengjast því.
Það er heimskulegt að stofna stjórnmálaafl nokkrum vikum fyrir kosningar. Það eitt bendir til að málefnavinnan innan Framtíðarlandsins hafi ekki verið gáfuleg.
Ef vel á að vera þá tekur það minnst eitt kjörtímabil að stofa og þróa stjórnmálaafl sem gæti verið trúverðugt.
Hvað sem hver segir þá hefði framboð Framtíðarlandsins tekið hlutfallslega fleiri atkvæði frá núverandi stjórnarandstöðu en stjórnarliðum. Það er því mjög líklegt að Framtíðarlandið hefði lent í stjórnarandstöðu.
Því miður þá hefur núverandi stjórnarmeirihluti Alþingis tamið sér þau vanþroskuðu vinnubrögð að taka ekki upp mál sem borin eru fram af stjórnarandstöðu. Skiptir þá engu hversu góð málefnin eru. Það verður því mikill skaði ef núverandi stjórnarmeirihluti verður við völdum enn eitt kjörtímabilið.
Þau 30-40% landsmanna sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn kjósa hann ekki vegna grænna málefna. Til að fá þetta fólk til að hugsa um græn málefni verða grænu málin að birtast því innan flokksins.
Græn málefnastaða Framsónar- og Sjálfstæðismanna er 50 til 20 árum á eftir málefnastöðu t.d. Vinstri grænna sem nýverið vegna fortíðar sinnar hafa þurft að endurskipuleggja alla sína málefnastöðu.
Þessi sama málefnavinna verður að fara fram innan Framsónar-og Sjálfstæðisflokksins og þá í þeirra eigin flokksstarfi. Það mun ekki gerast vegna þrýstings frá öðrum stjórnmálaflokkum.
Framtíðarlandið á að vera einskonar uppspretta málefna fyrir stjórnmálasamtök og einstaklinga sem vilja koma grænum málum að í grasrótinni. Það gerist ekki nema Framtíðarlandið sé viðurkennt sem óflokkspólitískt.
Fellt á fundi Framtíðarlandsins að bjóða fram til Alþingis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.2.2007 | 14:58
...eitt í fyrradag, annað í gær, svo í dag....
Eitt slys í fyrradag, annað í gær, svo aftur í dag, annað á morgun og svo hin og hin og hin. Ekki er nú hálkunni fyrir að fara á þessum stað sem sumir telja "öruggustu götu" landsins.
Gísli Marteinn, þarf ekki að reisa önnur mislæg gatnamót á þessum stað?
Samkvæmt kenningum Sjálfstæðismanna gæti falist í því tvöfallt meira öryggi.
Ártúnsbrekkan lokuð til vesturs vegna bílslyss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2007 | 22:19
Sagan endalausa
Ég endurtek, er ekki búið að ljúga því að okkur landsmönnum að svona aðgreindar þriggja akreina hraðbrautir séu þær öruggustu sem völ er á?
Gott að það hefur ekki orðið slys á fólki. En satt best að segja þá eru þessar uppákomur á draumaakbraut allra íslendinga ansi tíðar. Í raun kjánaleg tíðar. Á ferðum mínum yfir göngubrúnna við Rauðagerði liður varla sá mánuður sem ég verð ekki vitni að umferðatöfum og bláblikkandi ljósum vegna einhverskonar slysa á Miklubrautinni. Svo ætlar núverandi meirihluti í Borgarstjórn Reykjavíkur að gera "enn betur" en síðasti meirihluti og greiða enn frekar úr bílaumferð með mislægum gatnamótum og hraðbrautum til að "auka öryggi og fækka slysum".
Ég hef sagt það áður og segi það aftur. Lækkum hámarkshraða á öllum vegum niður í 30km. Þannig má fækka slysum svo til niður í núll auk þess að minnka loft og hávaðamengun. Mótmælum þessu bílabulli.
Hættum að aka, förum að hjóla.
Tafir á umferð vegna áreksturs í Ártúnsbrekkunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.2.2007 | 01:37
Slys á þessum stað?
Geta orðið bílslys á þessum stað?
Þessi vegkafli á Miklubrautinni er draumaakbraut þeirra sem telja að aðgreindar þriggja akreina hraðbrautir vera öruggustu vegir sem völ er á. Er það ekki svona vegur sem öllum dreymir um að leggja þvers og kruss þar á meðal upp um heiðar og fjöll?
Ég hef sagt það áður og segi það aftur. Lækkum hámarkshraða á öllum vegum niður í 30km. Þannig má fækka slysum svo til niður í núll auk þess að minnka loft og hávaðamengun.
Umferðarslys á Miklubraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.2.2007 | 03:04
Vista óvistvænt
Þetta stýrikerfi veldur vonbrigðum. Þó ódýrasta útfærslan kosti u.þ.b. 10 þúsund krónur þá kallar stýrikerfið líka á mjög öflugan vélbúnaði. Það gæti því kostað hátt í 200 þúsund krónur að fara úr XP yfir í Vista. Þessi eina staðreynd ætti að duga til að enginn ætti að kaupa Windows Vista. Stýrikerfið er einfaldlega gallað ef það kallar á sóun verðmæta.
Sjá nánar: http://www.edie.net/news/news_story.asp?id=12542&channel=0
Windows Vista er aðallega nýtt útlit. Ef einhverjum dreymir um að hressa upp á skjáborðið þá ættu menn t.d. að skoða CrystalXP http://crystalxp.net
Ég hef trú á því að Windows Vista verði síðasta stýrikerfið sem sóðafyrirtækið Microsoft platar upp á heimsbyggðina.
Öryggi stóreflt og notendaviðmótið gert aðgengilegra í Windows Vista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 03:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2007 | 01:05
Kosningalykt frá umhverfsráðuneytinu
Það er mikil kosningalykt af yfirlýsingu eins og þeirri að lækka beri álögur á ónegldum hjólbörðum. Það er engin þörf á að lækka álögur á neinu sem tengist bílum. Sá rekstur er svo ódýr allir kjósa að fara leiðar sinnar á einkabílum með tilheyrandi afleiðingum. Við það bætist líklega að 30% allra höfuðborgarbúa leyfa sér að aka um á stórum jeppum þó þeir hafi ekkert að gera innan borgarmarkana. Áhrifaríkasta leiðin til að minnka svifryksmengun er að lækka hámarkshraðan á öllu höfuðborgarsvæðinu í 30Km, líka á stofnbrautunum. Það mundi minnka háfaða- og loftmengun og í kaupbæti fækka slysum svo til niður í NÚLL.
Umhverfisráðuneytið ætti að beita sér fyrir lækkun tolla á reiðhjólum, bæði fót- og rafknúnum ef gera á eitthvað róttækt. Frá þeim stafar eingin svifryksmengun. Það þarf að beita öllum tiltækum ráðum til að fólk kjósi eitthvað annað farartæki en einkabíl í sínum ferðum. Það verður að breyta hugsanahætti almennings ekki bara bíða þar til tæknin eða markaðsöflin" gera það.
Það er fagnaðarefni ef fella á niður virðisaukaskatt af almenningssamgöngum. Það er búið að ræða það í mörg ár án þess að þetta auma umhverfisráðuneyti hafi nokkuð gert í því. Það er því greinilegt að kosningar ættu að vera á sex mánaða fresti.
Vilja lækka gjöld á ónegldum hjólbörðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.2.2007 kl. 01:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.2.2007 | 17:56
Atvinnu landníðingar
Það er greinilegt að það er ekki hægt að taka orð Hannesar Sigurgeirssonar framkvæmdastjóra Helgafellsbygginga hátíðlega. Hann notar orðið "atvinnumótmælendur" yfir þá sem hafa skoðun á málefnum líðandi stundar. Hann er er þá líklega í hópi "atvinnu landníðinga" ekki satt?
Eigendur segja tengiveg ekki liggja í gegnum Álafosskvos | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |