22.1.2012 | 12:49
Áramót á Las Américas, Tenerife
Áramótin 2011-2012 voru heldur óvenjuleg þetta skiptið þar sem ég dvaldi með tengdafjölsyldu minni á Tenerife. Eins og á Íslandi þá var skotið upp flugeldum. En á Tenerife er það ekki almennt almenningur sem skítur upp flugeldum heldur sjá hótelin um það, allavega á suðvestur horni eyjarinnar. Á H10 Conquistador hótelinu þar sem ég gisti hafði flugeldum verið skotið upp á Jóladag í tveimur tilkomumiklum sýningum. Hótelið var því ekki með flugeldaskothríð á áramótum. Þess í stað sáu nágrannahótelin um það.
Hljóðnemarnir voru á svölum á 4 hæð og snéru til norðurs. Staðsetningin var því ekki upp á hið besta til að fanga flugeldana sjálfa, en það sem einkennir þessa hljóðritun er skemmtilegt bergmál sprengingana frá eldfjallinu Teide og háum hótelbyggingum. Flugeldasýningin á Las Américas var þægilega hófstillt miðað við íslenska gauraganginn þar sem venja er að upplifunin hverfi í ofboðslegum hávaða og þykkum eitruðum reyk.
Varúð! Þessi upptaka getur skaðað heyrn og hátalara á háum styrk.
Sjá og heyra meira á: www.fieldrecording.net
Sækja mp3 skrá.
Recorder: Sound Devices 744 (24bit/48K)
Mics: Sennheiser ME62 30cm/110°
Pix: Canon 30D
Hlusta á Fireworks in Iceland
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2012 | 21:02
Arlo Guthri og Franz Anton Hoffmeister
Þann 27. nóvember 2011 hélt Sinfóníuhljómsveit áhugamanna stórskemmtilega tónleika. Á efnisskrá voru Mozart og fleiri furðufuglar. Tónleikarnir einkenndust af skemmtiatriðum milli og á meðan flutningi tónverka stóð þar sem Dean Ferrell bassaleikari, Gissur Páll Gissurarson tenor og Oliver Kentish stjórnandi voru í aðalhlutverkum. Hluta af tónleikunum má sjá hér á Youtube.
Tvö lög þar sem Dean Ferrell fer á kostum má heyra hér fyrir neðan. Fyrra lagið er The Pause of Mr. Claus eftir Arlo Guthri og seinn lagið er Menuett eftir Franz Anton Hoffmeister.
Dean er óvenulega fjölhæfur tónlistamaður. Hann leikur á fjölmörg bassahljóðfæri og er nánast jafnvígur á þau öll. Hann er sérfræðingur í afbrigðilegum stillingum kontrabassa (scordatura) og standa honum þar fáir á sporði. Hann hefur sótt fundi Alþjóðlega bassaleikarfélagsins undanfarin ár og getið sér þar frægð fyrir sérlega frumleg atriði sem finna má á Youtube. Þar sameinar hann afburða færni sína á hljóðfæri, leikræna tilburði og afrakstur rannsókna sinna á gamalli tónlist og hljóðfærum.
Lögin tvo sem hér má heyra eru birt með leyfi Dean og Olivers
Sjá og heyra meira á: www.fieldrecording.net
Sækja mp3 skrá.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2012 | 13:30
Pottormur
Það er vart til það sumarhús sem ekki hefur heitan pott á veröndinni. Ansi oft er hann samkomustaður barna á daginn og fullorðinna á kvöldinn. Í júli 2011 dvaldi fjölskyldan í stéttarfélagsbústað nærri Flúðum. Auðvitað var potturinn mikið notaður. Sonurinn dvaldi þar oft löngum stundum og var þá tilefni til að lauma hljóðnemum í vatnið. Margir kannast við hljóðin undir yfirborði vatnsins í svona pottum. En hér heyrist greinilega þegar fæturnir nuddast við botninn sem og orðaskil ofan vatnsborðsins. Þá heyrist þegar gengið er um á sólpallinum og stólar dregnir til.
Sjá og heyra meira á: www.fieldrecording.net
Sækja mp3 skrá.
Vinir og fjölskylda | Breytt 13.1.2012 kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2011 | 19:34
Friðland í Flóa sumarið 2011 – 1. hluti
Fyrir rúmu ári setti ég á vefinn upptöku af fuglalífinu í friðlandinu í Flóa. Eftir þá ferð var ég harðákveðinn að koma aftur ári síðar.
Dagana yfir sumarsólstöður nú í sumar tjaldaði ég því við Eyrarbakka með allt mitt hafurtask.
Nú kom ég líka með suðminni magnara og hljóðnema. Rétt fyrir miðnætti lagði ég af stað frá tjaldsvæðinu við Eyrarbakka og hjólaði með tæki og tól inn á friðlandið. Það var ákveðið að taka upp alla nóttina, helst í 12 tíma, eða á meðan rafhlöður entust.
Veður var gott. Í raun nákvæmlega það sama og árið áður. Hiti u.þ.b. 5-7° C, léttskýjað og breytileg vindátt. Vindstyrkur var frá því að vera logn allt að 8 m/s sem því miður má stundum heyra í þessari löngu upptöku. Yfir daginn fór vindstyrkur upp í 15 m/s sem heyra má í hljóðfærslu frá því í ágúst s.l.
Með nýjum hljóðnemum varð útkoman skárri en árið áður.
Þó enn heyrist suð í tækjum (hvítt suð) þá skiluðu þau ágætum upptökum af ótrúlega lágværum hljóðum sem vart voru merkjanleg með berum eyrum. Þá var ekki hjá því komist að hljóðnemarnir tækju upp hljóð frá bílaumferð sem gátu ekki annað en verið í margra kílómetra fjarlægð, því ekki sást til allra þeirra sem heyrðust á hljóðritinu þessa nótt. Þá er suðið í briminu út með suðurströndinni mjög greinilegt. Breytti engu þó ég reyndi að koma hljóðnemunum í skjól og beina þeim í aðra átt.
Í upptökunni má heyra í mörgum fuglum. Ég ætla að láta hlustendur um að þekkja þá og koma með nöfn þeirra með því að Rita ummæli hér fyrir neðan.
Sjá og heyra meira á: www.fieldrecording.net
Sækja mp3 skrá.
Umhverfismál | Breytt 13.1.2012 kl. 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2011 | 11:42
Í minningu pabba
Faðir minn, Bergur Jónsson (f. 16.4.1934 d. 28.9.2011), hefur líklega haft meiri áhrif á líf mitt en í fljótu bragði mætti halda. Hann kveikti áhuga minn á ýmsu s.s. skátum, hjólreiðum, ferðalögum, ljósmyndun og mjög mörgu öðru enda stundaði hann félagslíf á mörgum sviðum.
Sem rafmagsverkræðingur hafði hann að hluta líka áhrif á að ég lærði rafvirkjun, þó svo hann hafi eflaust ætlast til að ég færi í verkfræði.
Bestu minningar mínar um hann voru líklega árin 1968-1980 þegar ég fylgdi honum svo til hvert fótmál á sumrin um hálendi Íslands í tengslum við virkjanir og virkjanaáform. Þessi ár vann pabbi hjá Landsvirkjun sem verkfræðingur og síðar sem deildarverkfræðingur. Hann var því nokkuð fróður um virkjanir og orkuframleiðslu af ýmsu tagi auk þess að þekkja ýmsa afkima á hálendinu.
Sumrin á hálendinu höfðu mjög djúpstæð áhrif á mig, svo mjög að í dag tel ég ÓSPILLT víðerni hálendisins stórkotlegustu auðlind sem við Íslendingar eigum. Þessi tími með pabba hefur því mótað skoðanir mínar og líf öðru fremur en annað í mínu lífi.
Veturinn 1977-1978 var ég í Skálholtsskóla. Í hverjum mánuði komu ýmsir fyrirlesarar í skólann s.s. fulltrúar allra stjórmálaflokka og aðrir sem höfðu eitthvað fræðandi fram að færa. Ég fékk föður minn til að mæta í skólann og halda fyrirlestur um rafmagn og rafmagnsframleiðslu sem hann og gerði.
Hljóðritið sem hér fylgir var tekið upp við það tilefni. Set ég það nú á vefinn í minningu um föður minn sem ég því miður fæ ekki lengur að deila lífinu með.
Í þessu hljóðriti heyrist einnig í mönnum eins og Heimi Steinssyni rektor, Arnþóri Karlssyni bónda og kennara og Þorsteini Friðjóni Þorsteinssyni nema og miklum heimspekingi en þeir eru nú allir látnir. Einnig heyrist í Stefáni Erni Hjaltalín nema, sem nú býr í Bandaríkjunum.
Eitt það síðasta sem við feðgarnir gerðum saman, tveimur vikum fyrir dauða hans, var að fara á Google Maps og Google Earth til að leita að og skoða þá staði þar sem við áttum heima fyrstu æviár mín í Þýskalandi 1961 til 1966. Þau ár vann pabbi hjá Siemens-Schuckertwerke AG í Erlangen. Eftir flugið og heimsóknir í netheimum skrifaði hann samvikusamlega fyrir mig á hvaða sjúkrahúsi ég fæddist og heimilisföng þeirra þriggja staða þar sem ég hafði búið með foreldrum minum á þessum árum. Eitthvað sem ég hafði ætlað að fá hann til að gera í mörg ár.
Meðfylgjandi mynd var tekin í Erlangen í Þýskalandi 17. október 1963, á tveggja ára afmæli mínu, þar sem ég ligg á baki pabba sem greinilega var eitthvað að sýsla við Paragon myndavélina sína.
Sjá og heyra meira á: www.fieldrecording.net
Sækja mp3 skrá #1 Sækja mp3 skrá #2
Vísindi og fræði | Breytt 13.1.2012 kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.9.2011 | 21:19
Hafsjór orða
Einn er sá hljóðbloggari sem ég fylgist reglulega með. Er það Des Coulam í Paris sem heldur úti blogginu Soundlandscape. Er það rómað fyrir skemmtilega frásögn af borgarlífinu og því sem borgin hefur að geyma í fortíð og nútíð. Oftar en ekki beitir hann Binaural tækni við upptökur sínar. Eru litlir hljóðnemar þá staðsettir sem næst eyranu. Gefur það mjög skemmtilega hljóðmynd ef hlustað er á upptökurnar með heyrnartólum.
Mér hefur gengið ótrúlega illa að hljóðrita með Binaural tækni úti á götu. Er það ekki síst fyrir það að ég er varla búinn að ganga um með hljóðnemana nema í nokkrar mínútur sem ég er truflaður af fólki í kring um mig, oftast nær fólki sem ég þekki á einhvern hátt. Það fylgir oft ekki sögunni í mínum Binaural upptökum eins og Kringlan og Tunnumótmæli á Austurvelli að beggja vegna er skornir burt atburðir þar sem einhver kemur að tali við mig á meðan á upptöku stendur.
Það var því 17. júní 2011 sem ég ákvaða að prófa Blimp á bómu og með heyrnartól á höfði. Taldi ég líklegt að allir myndu sjá að ég væri við upptöku. Ég ætti því ekki að verða truflaður.
En það kom í ljós að það var ekkert skárra. Heyrist það t.d. ágætlega í hljóðritinu Harmonikkuball í Ráðhúsi Reykjavíkur, sem ég tók upp þennan sama dag. Þar er ég spurður hvort ég sé að taka upp. En af nokkrum upptökum hér og þar í Reykjavík þennan þjóðhátíðardag þá tókst mér einu sinni að standa sem steinrunninn með hljóðnemann á lofti án þess að vera truflaður í 20 mínútur. Var það á þeim stað sem myndin sýnir, við inngang Landsbanka Íslands í Austurstræti.
Sjá og heyra meira á: www.fieldrecording.net
Sækja mp3 skrá.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.1.2012 kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.9.2011 | 00:21
Hvað er undir kajaknum?
Þau skipti sem ég hef róið kajak á sjó hef ég oft leitt hugann að því að líklega væri meira spennandi að vera neðansjávar en ofan. Áhugi minn á lífinu neðansjávar minnkaði svo ekkert við það þegar ég fékk mér neðansjávarhljóðnema og gat farið að hlusta á þann hljóðheim sem þar er. Hljóðin sem hér heyrast voru tekin upp fimmtudaginn 11. ágúst 2011, austan við bryggjukantinn við Áburðarverksmiðjuna. Hljóðin sem þarna heyrast geta komið frá rækjum, skeljum og hrúðurkörlum en hæst heyrist í einhverju sem líkist því að verið sé að róta í möl á botninum. Þá heyrast líka hljóð sem hugsanlega koma frá sel eða hval og tíst sem líkist tísti hjá auðnutitlingi. Þó það hafi verið stafalogn á meðan á upptöku stóð þá eru drunurnar líklega tilkomnar vegna þess að létt gola leikur um hljóðnemakaplana. Fljóðtlega í upphafi hljóðritsins má heyra eitthvað snerta hljóðnemana í nokkur skipti en það er annaðhvort þang eða nart fiskiseiða sem mikið er af á þessum slóðum á þessum árstíma. Á 12. mínútu kemur stór hópur kajakræðara fyrir hornið á viðlegukantinum. Þá heyrist greinilega í áratökunum á leið þeirra inn í Eiðsvík.
Ef einhver veit hvaða skepnur það eru sem gefa frá sér hljóð í þessu hljóðriti þá er um að gera segja frá því í hér.
Sjá og heyra meira á: www.fieldrecording.net
Sækja mp3 skrá.
Umhverfismál | Breytt 13.1.2012 kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2011 | 12:47
Sópransöngur í Laugarneskirkju
Laugarneskirkja er í Laugarnesprestakalli, Reykjavíkurprófastdæmi. Var hún teiknuð af Guðjóni Samúelssyni (f.1887 d.1950) og vígð þann 18. desember árið 1949.
Þann 3. júlí 2011 hljóðritaði ég söng Önnu Jónsdóttur sópransöngkonu í kirkjunni við undirleik Antoniu Hevesi á pianó .
Anna hóf söngnám við Nýja tónlistarskólann hjá Alinu Dubik og lauk þaðan burtfararprófi vorið 2003.
Næsta vetur stundaði hún nám við Tónlistarháskólann í Búkarest þar sem hennar aðalkennari var
Maria Slatinaru. Anna lauk síðan einsöngvaraprófi frá Nýja tónlistarskólanum í nóvember 2004 undir handleiðslu Alinu Dubik.
Anna hélt debut-tónleika í Hafnarborg haustið 2006 þar sem Jónas Sen lék með henni. Árið 2008 gaf hún út sinn fyrsta hljómdisk, Móðurást, en á honum eru íslensk sönglög sem eiga það sameiginlegt að fjalla á einhvern hátt um móðurkærleikann.
Síðustu ár hefur Anna tekið virkan þátt í íslensku tónlistarlífi með einsöngstónleikum og þátttöku í stærri verkum.
Sjá og heyra meira á: www.fieldrecording.net
Sækja mp3 skrá
Tónlist | Breytt 13.1.2012 kl. 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.7.2011 | 19:22
Drottning drepur þernu
Vorið 2011 benti allt til þess að geitungar myndu eiga erfitt uppdráttar. En það gerðist þó að trjágeitungur byrjaði að búa til hreiður yfir skúrhurðinni hjá mér. Ekki leið á löngu þar til hreiðrið var á stærð við mandarínu. Eggin, sem líklega voru allt að því 15 að tölu, fóru dag frá degi stækkandi og dökknuðu. Að staðaldri var ekki annað að sjá en að í því væru tvær þernur að sísla við eggin. Á daginn var drottningin í stanslausum ferðum, eða að meðaltali inn og út um opið á 2-4 mínútna fresti. En um nóttina fækkaði ferðum sem urðu þá á 20 30 mínútna fresti.
Daginn eftir að þessi upptaka fór fram, sem var 7. júlí, eyddi ég búinu því eggin voru greinilega að klekjast út, sem gert hefði alla eyðingu erfiðari.
Sjá og heyra meira á: www.fieldrecording.net
Sækja mp3 skrá #1 Sækja mp3 skrá #2
Lífstíll | Breytt 13.1.2012 kl. 21:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2010 | 01:58
Öld á eftir nágrannalöndunum
Það hefur löngum verið sagt að það taki okkur íslendinga 30 ár að taka upp það sem aðrar þjóðir hafa gert að sínu. Það er gott að íslenskir stjórnmálamenn séu farnir að stíga í vitið. En að sama skapi ömurlegt að það skuli gerast svona seint, því bílavæðing höfuðborgarsvæðisins hefur valdið okkur öllum ómældu tjóni, efnahagslega, umhverfislega, heilsufarslega og skipulagslega.
Í samgöngum erum við íslendingar öld á eftir Dönum. Hér kemur kynningarkvikmynd um Kaupmannahöfn frá árinu 1937. Þeir voru þá löngu búnir að ákveða það sem við ætlum að fara að gera núna. Að bjóða borgarbúum upp á nothæfar hjólasamgöngur.
Hollendingar eru jafnvel enn flottari en Danir. Fyrir utan að krefjast þess að íslenskir þjófar skili sínu þýfi, þá hafa þeir aldrei fórnað reiðhjólum fyrir bíla í samgöngu. Þess vegna hafa þeir alla tíð verið flottastir. Sjáið bara hvað heimurinn gæti verið dásamlegur án bíla. Þessi kvikmynd er frá 1950
Reykjavík verður hjólaborg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)