14.7.2008 | 20:24
Burt með bíla...
BURT MEÐ BÍLA ÚR ÞÉTTBÝLI ! Það að aka bíl í þéttbýli er jafn heimskulegt og að ganga um bæinn með byssu. Ef íbúar Akureyrar hefðu vit á því að vera ekki stöðugt úti að aka hefði drengurinn geta hjólað slysalaust úti á götu í notalegu og hljóðlátu bæjarsamfélagi.
En svona gerast slysin á þeim stöðum þar sem bíllinn er hafður í fyrirrúmi í öllu skipulagi. Gangstígar hafa ALDREI verið hannaðir með hjólreiðar í huga á Íslandi. Það eiga allir að hjóla úti á götu þá fyrst verður hjólreiðafólk sýnilegt.
Af reynslu minni frá Reykjavík þá geri ég ráð fyrir að viðbrögð bæjaryfirvalda á Akureyri verði að setja slá yfir gangstíginn. Þá má búast við því að einhver slasi sig á henni því líklega verður hún sett upp þar sem gróðurinn er þéttastur við stíginn og lítil lýsing. En eins og í Reykjavík telst það ekki til slysa þar sem það kemur í veg fyrir að okkar ástkæru bílar "slasist".
Hjólaði á bíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:27 | Facebook
Athugasemdir
Jú, það er mjög líklegt að það fjölgar á þessum asnalegum slám. Ég hef fengið fullt af marblettum á slíkum hindrunum sem voru settar á leiðunum mínum hér í Mosfellsbænum og víðar.
Úrsúla Jünemann, 15.7.2008 kl. 00:42
Hugmyndafræði samgönguyfirvalda í Reykjavík og Akureyri er skelfileg á báðum stöðum. Allt stuðlar að því að auka bílaumferð í stað þess að draga úr henni.
Besta dæmið er þétting byggðar sem er það vondasta sem hægt er að gera hjólreiðasamgöngum.
1962 að ég held var tekin ákvörðun í kaupmannahöfn um að draga úr þéttingu byggðar og gera frekar garða og afdrep fyrir aðra umferð sem varð upphafið að aukningunni sem átt hefur sér stað í hjólreiðum í allri kaupmannahöfn.
Hérna er þrengt að stígum og gönguleiðum með nýjum byggingum og auknum bílastæðum.
Vilberg Helgason, 15.7.2008 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.