Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
27.1.2013 | 21:36
Setning alþingis september 2012
Það var nokkuð sérstakt að mæta niður á Austurvöll 11. september 2012. Helmingur Austurvallar hafði verið girtur af með álgirðingu og lögreglan var búinn að koma sér fyrir í öllum götum umhverfis Alþingishúsið. Úr hátalarakerfi glumdi orðræða postula ríkiskirkjunnar. Aðeins örfáir mótmælendur höfðu mætt og létu í sér heyra. Austurvöllur var þétt setinn af lögreglumönnum sem voru uppáklæddir til að taka þátt í óeirðum og berja á lýðnum. Helst voru það fatlaðir sem höfðu komið sér fyrir undir styttu Jóns Sigurðssonar til að mótmæla sínum bágu kjörum og erlendir ferðamenn sem gengu hjá. Þá var nokkuð um róna sem voru á heimavelli, en nú að hlusta á messu.
Upptakan hér að neðan er af síðustu mínútum messunnar sem og látunum þegar þingmenn gengu frá kirkju til alþingis.
Download mp3 file (192kbps / 24Mb)
Sjá og heyra meira á: www.fieldrecording.net
Recorder: Sound Devises 744T
Mics: Sennheiser MKH30/20 (MS setup)
Pix: Sony CyberShot DSC-P120 (see more pictures)
12.8.2012 | 22:19
Frjálst Tíbet
Í april 2012 heimsótti forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, landið. Ekki stóð á mótmælendum til að mótmæla framferði Kínverja í Tíbet. Á fésbók var fólk hvatt til að mæta framan við Hörpu sem og nokkrir gerðu.
Stuttu eftir að upptakan hefst kemur öll hersingin með mikið mótorhjólagengi í fararbroddi en skýst bakdyramegin að inngangi Hörpu. Kínverjinn þurfti því ekki að horfast í augu við hina ógnvekjandi Birgittu Jónsdóttur sem var stödd meðal mótmælenda og kallaði þar í lítið vasa-gjallarhorn.
Upptakan er tekin með "Binaural tækni" og er því best að hlusta á upptökuna í góðum heyrnartólum.
Sjá og heyra meira á: www.fieldrecording.net
Sækja mp3 skrá. (192kbps / 14,3Mb)
Recorder: Olympus LS10
Mic. Binaural headphones w/ Primo EM172 capsule
Pix: Nokia N82
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.9.2012 kl. 02:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2011 | 21:19
Hafsjór orða
Einn er sá hljóðbloggari sem ég fylgist reglulega með. Er það Des Coulam í Paris sem heldur úti blogginu Soundlandscape. Er það rómað fyrir skemmtilega frásögn af borgarlífinu og því sem borgin hefur að geyma í fortíð og nútíð. Oftar en ekki beitir hann Binaural tækni við upptökur sínar. Eru litlir hljóðnemar þá staðsettir sem næst eyranu. Gefur það mjög skemmtilega hljóðmynd ef hlustað er á upptökurnar með heyrnartólum.
Mér hefur gengið ótrúlega illa að hljóðrita með Binaural tækni úti á götu. Er það ekki síst fyrir það að ég er varla búinn að ganga um með hljóðnemana nema í nokkrar mínútur sem ég er truflaður af fólki í kring um mig, oftast nær fólki sem ég þekki á einhvern hátt. Það fylgir oft ekki sögunni í mínum Binaural upptökum eins og Kringlan og Tunnumótmæli á Austurvelli að beggja vegna er skornir burt atburðir þar sem einhver kemur að tali við mig á meðan á upptöku stendur.
Það var því 17. júní 2011 sem ég ákvaða að prófa Blimp á bómu og með heyrnartól á höfði. Taldi ég líklegt að allir myndu sjá að ég væri við upptöku. Ég ætti því ekki að verða truflaður.
En það kom í ljós að það var ekkert skárra. Heyrist það t.d. ágætlega í hljóðritinu Harmonikkuball í Ráðhúsi Reykjavíkur, sem ég tók upp þennan sama dag. Þar er ég spurður hvort ég sé að taka upp. En af nokkrum upptökum hér og þar í Reykjavík þennan þjóðhátíðardag þá tókst mér einu sinni að standa sem steinrunninn með hljóðnemann á lofti án þess að vera truflaður í 20 mínútur. Var það á þeim stað sem myndin sýnir, við inngang Landsbanka Íslands í Austurstræti.
Sjá og heyra meira á: www.fieldrecording.net
Sækja mp3 skrá.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.1.2012 kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.2.2010 | 01:58
Öld á eftir nágrannalöndunum
Það hefur löngum verið sagt að það taki okkur íslendinga 30 ár að taka upp það sem aðrar þjóðir hafa gert að sínu. Það er gott að íslenskir stjórnmálamenn séu farnir að stíga í vitið. En að sama skapi ömurlegt að það skuli gerast svona seint, því bílavæðing höfuðborgarsvæðisins hefur valdið okkur öllum ómældu tjóni, efnahagslega, umhverfislega, heilsufarslega og skipulagslega.
Í samgöngum erum við íslendingar öld á eftir Dönum. Hér kemur kynningarkvikmynd um Kaupmannahöfn frá árinu 1937. Þeir voru þá löngu búnir að ákveða það sem við ætlum að fara að gera núna. Að bjóða borgarbúum upp á nothæfar hjólasamgöngur.
Hollendingar eru jafnvel enn flottari en Danir. Fyrir utan að krefjast þess að íslenskir þjófar skili sínu þýfi, þá hafa þeir aldrei fórnað reiðhjólum fyrir bíla í samgöngu. Þess vegna hafa þeir alla tíð verið flottastir. Sjáið bara hvað heimurinn gæti verið dásamlegur án bíla. Þessi kvikmynd er frá 1950
Reykjavík verður hjólaborg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.11.2009 | 23:54
Hjólreiðar spara mun fleiri miljarða
Það breytist harla fátt með tilkomu rafmagnsbíla. Jú, við losnum við púströrið og þann óþverra sem úr því kemur. Reyndar losnum við líka við að þá subbulegu pólitík sem fylgir olíunni s.s. hernað og annan yfirgang suðlægum löndum. Og þá er það upp talið. Rafmagnsbílar breyta t.d. litlu eða engu þegar kemur að framleiðslumengun, svifryksmengun, lýðheilsu, skipulagsmálum s.s. víðáttumiklum bílastæðum eða umferðamannvirkjum. Þá breyta rafmagnsbílar engu við kostnað við gerð samgöngumannvirkja, hávaðamengun, limlestingum og slátrun fólks og dýra í slysum eða minnka kostnað í heilbrigðiskerfinu.
Það má því teljast fagnaðarefni að borgin þorir að nefna hjólreiðar á fundum sem þessum. Það er eini samgöngumáti framtíðarinnar sem völ er á í ört fjölgandi heimi. Mannheimur þarf að leita allra leiða við að spara orku, ekki bara á olíu heldur LÍKA Á RAFMAGN.
Hjólreiðar spara margfalt fleiri miljarða krónur en akstur rafmagnsbifreiða.
Reiðhjólið er eina raunhæfa orkusparandi farartækið sem völ er á í dag. Það kostar u.þ.b. 100sinnum minni orku að framleiða það en hefðbundin fjölskyldubíl sem vegur u.þ.b. 900kg.
Hjólreiðar efla hreyfingu. Þær minnka því líkur á offitu, krabbameini, sykursíki, ofl. menningarsjúkdómum. Hjólreiðar minnka því kostnað samfélagsins til heilbrigðismála.
Með auknum hjólreiðum og fækkun bíla fækkar umferðarslysum sér í lagi alvarlegum slysum hvað þá dauðaslysum.
Svifryks- og hávaðamengun hverfur með auknum hjólreiðum. Það hverfur ekki með tilkomu rafmagnsbíla.
Flestir komast svo til sömu vegalendir á reiðhjóli og þeir fara vanalega á bílum.
Ef skipulag hættir að taka mið af aðgengi fyrir bíla og bílastæði og þess í stað taka mið af hjólreiðum þá verður það í fyrsta skiptið sem fyrirbærið "þétting byggðar" fer að verða spennandi með bættum lífsgæðum.
Færri bílar (þ.á.m. rafmagnsbílar)= minna malbik= fleiri reiðhjól= fleiri tré= betra veðurfar=meiri lífsgæði.
Svona má endalaust halda áfram, en ég læt staðar numið hér
Burt með alla bíla, líka rafmagnsbíla. Hjólum inn í framtíðina. Borgin þarf 10-20 manns til að skipuleggja þá framtíð. Ekki einn mann í hlutastarfi eins og nú er.
Rafmagnsbílar spara milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.11.2009 kl. 00:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2009 | 14:29
Ömurlegur fréttaflutningur
Nokkra fréttatíma á RÚV hefur borið á fréttum frá vestfjörðum um að einhverjir menn hafi farið að smala fé í fjöllum ofan við Tálknafjörð. Af fréttum að dæma þá er þarna um að ræða óhugnarlegt sauðfé sem hrakist hafi við ömurlegar aðstæður um aldaraðir án þess að menn hafi komið á þeim böndum.
Þetta er svo sem ekki ný frétt. Áður hefur borið á því að þessir menn á vestfjörðum hafi fengið alla landsmenn til að taka þátt í þessum kindadrápum sínum með þátttöku Landhelgisgæslunnar.
En nú skal þessu óhugnarlega sauðfé útrýmt eitt skipti fyrir öll. Þó ekki berist fréttir af því hvað réttlæti beinlínis útrýmingu þessa kinda þá má lesa það á milli linana. Þessar kindur fara um rænandi og ruplandi, líklega líka nauðgandi konum, börnum og jafnvel mönnum og það sem örugglega þykir verst af öllu, skemma örugglega bíla.
En því miður. Ég er bara ekki svo einfaldur að trúa þessu upp á þessar kindur.
Getur verið að þessir mannræflar sem nú eru að smala fjöllin fyrir vestan hafi rokið af stað eftir að hafa séð hetjudáðir Færeyinga við sína smölun í sjónvarpinu?
Hvað réttlætir það að útrýma einstöku afbrigði af villtu sauðfé aðeins vegna þess að það hefur ekki réttu vöðvafyllinguna að sögn eins kindadráparans?
Varðar það ekki við dýraverndunarlög ef sauðfé er hrakið fram af klettum eins og gerist alltaf þegar þessir djöfuls vestfirsku aular smala þessum kindum?
Ætlar RÚV ekki að spyrja nánar fræðimenn um þetta sauðfjárafbrigði?
Er ekki nauðsynlegt að stöðva drápin áður en allt þetta "háfætta" sauðfé er horfið af yfirborði jarðar?
Hvað er að því að þetta sauðfé sé á stöðum sem enginn fer um nema í besta lagi fuglinn fljúgandi? Það er ekki svar við þessu drápum að einhver lög banni lausagöngu búfjár. Þá gildir það líka um hreindýrin á austurlandi.
Ég hvet fréttastofu RÚV til að taka faglega á fréttaflutningi í þessu máli. Það er öruggt að ákvörðun um þessi suðadráp eru ekki tekin á faglegum grunni. Það hlýtur líka að vera ábyrgðarhluti að útrýma einstöku sauðfé á heimsvísu aðeins vegna þess að það uppfyllir ekki kröfur um vöðvafyllingu hjá einhverjum vestfirskum aula eða þrönga orðatúlkun "dýraverndunarlaga".
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.9.2009 | 01:14
Samfélag fávita
Mér er ofboðið.
Ég skammast mín fyrir að teljast vera íslendingur. Þessi heimska þjóð á greinilega ekkert betra skilið en að fá yfir sig heimsendi. Hún getur greinilega ekkert lært af sínum heimskulegu mistökum. Helmingur "þjóðarinnar" dáir enn landráðaflokkana sem komu í henni það klandur sem hún greinilega botnar ekkert í.
Það eina sem bjargar þjóðernisvitund minni er að ég fæddist ekki á íslandi heldur í Þýskalandi. Guð sé lof.
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.8.2009 | 00:39
Stóru listaverki rústað fyrir annað minna.
Hringiða við Hálslón | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.8.2009 | 02:55
Leyndarmálið sem þjóðin má ekki sjá.
Það er greinilegt að ekki á að upplýsa þjóðina um stærsta landráð íslandssögunar. Það sýnir allur seinagangur í aðgerðum. Landráðapakkið situr enn inn á alþingi, í stjórnkerfinu og í bönkunum og bíður nú í mikilli óþreyju eftir að öll "málin fyrnist".
En á Íslandi höfum við "svo gott" sem enn fullan aðgang að internetinu. Því er það dásamlegt þegar netið opinberar smá part af spillingunni með birtingu svokallaðra "trúnaðarskjala". Það nýjasta og vonandi ekki það síðasta er fjármagnsaustur hjá Kaupþingi rétt fyrir hrunið í október á Wikileaks.org
Ég vona svo innilega að innan bankakerfisins sé í dag að finna einhverja heiðarlega einstaklinga sem munu smygla út skjölum svo almenningur sem á að borga brúsann fái að vita sannleikann.
... eða var Wikileaks skjalið eitthvað sem óvart fór ekki í pappírstætarann?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2009 | 12:54
Bullið endalausa
Hvernig var það. Átti Kárahnjúkavirkjun ekki að redda okkar efnahagsmálum? Þó nærri allt austurhálendið sé undirlagt af þeirri ömurlegu 690MW framkvæmd þá hefur hún EKKI bjargað okkar efnahagsmálum. Þvert á móti þá skuldum við þá framkvæmd og ef við hefðum ekki farið í þá framkvæmd þá væri þjóðin í mun betri málum í dag. Þjóðin hefur ekki efni á því að taka lán til að rústa enn meira af óspilltri náttúru bara til þess eins að borga vaxtagreiðslur af stórkallalegum og heimskulegum framkvæmdum. Fallvötn íslendinga munu ekki bjarga neinu. Ef við ætlum að selja raforku úr landi um sæstreng er besti og jafnframt eini virkjanakostur okkar að loka álverum. Best væri að við fyndum leiðir til að spara raforku frekar en að hlaupa stöðugt eftir að fullnægja sífellt aukinni orkusóun. Við gætum jafnvel selt þá hugmynd úr land.
Borgum Icesave með rafmagni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.6.2009 kl. 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)