6.1.2009 | 04:31
Léttvopnaður í gær, þungvopnaður á morgun
Lengi má böl bæta með því að tala um eitthvað annað.
Mér var auðvitað bilt við þessa byssufrétt, því byssudrengurinn skaut gegn um kennslustofu sonar míns. En það er bara smáræði. Það þarf víst að taka það fram að þetta meinta byssubarn er komið á bílprófsaldurinn. Hann verður því líklega með sitt hvolpavit kominn með fótinn á bensíngjöfina í mínu hverfi á næstu mánuðum. Það er tilhugsun skelfir mig meira. Hann mun því innan árs mega aka á eins öflugum og stórum "fólksbíl" og honum sýnist. Fyrir þá sem það ekki vita eru bílar afkastamestu dráps- og limlestingartól mannkynssögunnar. Þeir eira engum ef þeim er beitt eins og byssum hvort sem er með vilja eða slysni. En vegna áunninnar leti og hreyfihömlunar almenning hefur fólk alveg misst dómgreind og þar með sjónar á þeim hættum sem bílum fylgja.
Er ekki kominn tími til að hækka bílprófsaldurinn t.d. upp í 20?
Við getum svo tekið upp Norsku eða Sænsku byssulöggjöfina fyrir næstu helgi. Það kostar þjóðina ekki neitt nema þýðingarkostnað.
Skaut úr skammbyssunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.1.2009 | 03:12
Landráðamenn funda
Mér er gersamlega ofboðið.
Hvað í ósköpunum eru þessir frjálshyggjutrúboðar Sjálfstæðisflokksins að vilja upp á dekk þjóðmálaumræðunnar. Þeir eiga ekkert með að kássast í málum sem þeim kemur ekkert við og þeir hafa ekkert vit á. Tími þessara frjálshyggjugalgopa er liðinn og traustið aldrei neitt.
FARIÐ! HÆTTIÐ! LÁTIÐ EKKI SJÁ YKKUR Í PÓLITÍK! ÞJÓÐIN ÞARF KOSNINGAR NÚNA. EKKI AFDANKAÐ BULL FRÁ ÞESSUM "FLOKKI"!
Menn sem kunna ekki að skammast sín fyrir landráð heldur hugsa um það eitt að hanga við völd eins og ekkert hafi í skorist hafa ekkert að gera með framtíð mína eða annarra. Leysið upp þennan fáránlega trúflokk. Snautið út úr ykkar "Valhöll" og gerið eitthvað gagn. Sópið götur, handmokið skurði, brjótið grjót eða eitthvað við ykkar hæfi.
Látið þá sem vöruðu við bulli ykkar alla tíð fá völdin og það STRAX!
... það voru líklega helst Vinstri-grænir og nokkur önnur gáfumenni.
Flokksforystan fái opið umboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.12.2008 | 13:17
Svanasöngur stóriðjustefnunnar
Úff, það færi um mig hrollur ef ég færi á þennan lista hjá Frjálsri verslun.
Ég man ekki betur en að útrásarvíkingarnir hafi verið á honum síðustu ár. Skyldi þetta vera svanasöngur stóriðjustefnunnar. Við skulum bara vona það.
Rannveig Rist maður ársins hjá Frjálsri verslun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.12.2008 | 12:50
Síonistar eins og Nasistar
Hver er munurinn á Síonistunum í Palestínu í dag og þýskum Nasistum í Póllandi á síðustu öld. ENGINN
Báðir halda þeir úti gettóum og báðir hafa þeir það á stefnuskrá sinni að útríma þjóðum. Ég hvet fjölmiðla til að hætta nota orðið Ísrael. Landið heitir Palestína. Ísraelskir hermenn eru ekki til. Þetta eru Síonistar, eða einfaldlega hryðjuverkamenn.
Röð loftárása á Gaza | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.12.2008 | 04:03
Skúrkar leita ráðgjarfar vegna eigna skúrka
Íslensk stjórnvöld eru ekkert skárri en fjárfestingaafglaparnir hjá Baugi. Það þarf líka að fá ráðgjöf um hvernig svipta megi hulunni af spillingaröflum ríkisstjórnarinnar. Fjölmiðlar stunda því miður engar rannsóknir á skúrkum stjórnvalda, enda eru fjölmiðlar undir hæl þeirra og annara frjálshyggjubófa.
Á ég að treysta skúrkum stjórnvalda til að finna hlutlausan aðila til að ráðskast með "eignir þjóðarinnar" sem hér eru kallaðar "eignir Baugs"? Ég geri það ekki.
Skúrkar stjórnvalda eru á fullu þessar vikurnar við að falsa söguna. Sú áhersla sem þeir leggja á að gramsa í "eignasafni Baugs" sanna það best. Nema það sé eini staðurinn þar sem einhverjar "eignir" er enn að finna eftir hrun frjálshyggjunnar?
Leita ráðgjafar vegna Baugs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2008 | 01:40
Arðsemislaus framsóknarmennska
Þessi fávitaskapur á austurhálendinu ætlar engan endi að taka.
Nú þegar er nokkuð ljóst að arðsemi þessara ömulegheita er neikvæð í besta falli enginn vegna verðfalls á áli. Enn og aftur sannast að stjórnvöld síðustu ára hafa greinilega verði fávitar í tíunda veldi. Fólk hefði betur hlustað á fylgismenn Vinstri Grænna. Þá væri staðan önnur.
Þessi frétt er ansi góð jólagjöf fyrir þjóð sem hefur hundsað orð Vinstri Grænna og kosið yfir sig Sjálfstæðis- og framsóknarslektið.
Það er bara verst að ég hef bæði þurft að þola þessa ömurlegu stjórnarhætti andstætt mínum vilja og mun þurfa að þola afleiðingar þeirra til æviloka.
Það bendir allt til þess að aumingja sonur minn þurfi að þola það líka. Ég mun hvetja hann til að yfirgefa þetta Fávitaland ef ekki verður 100% stefnubreyting á pólitíkinni STRAX
Ríkið endurgreiði Impregilo 1,3 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.8.2008 | 01:02
Bíll á tjaldsvæði eða bílastæði?
Hvað eru bílar að gera inn á tjaldsvæði? Það er fáránlegur ósiður að hleypa bílum inn á tjaldsvæði. Þessa helgi ók líka kafdrukkinn og óður maður húsbíl sínum yfir göngutjald á tjaldsvæðinu á Ísafirði. Það þykir líklega ekki mjög fréttnæmt þar sem íbúar tjaldsins rétt sluppu úr því áður en það gerðist.
Ég er hættur að tjalda á þessum fjandans bílastæðum sem þessi auma bílóða þjóð kallar tjaldsvæði. Ég hvet alla alvör ferðalanga (bílausa) að gera slíkt hið sama enda er litið næði að hafa á þessum "bílastæðum" þar sem bílafólkið getur ekki stundað ferðalög nema með drykkju og skvaldri langt fram á nætur.
Ekið yfir fót á barni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.7.2008 | 01:33
Hjólaskátar, frábært framtak
Átján skátar á hjólfákum yfir Kjöl á landsmót | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.7.2008 | 20:24
Burt með bíla...
BURT MEÐ BÍLA ÚR ÞÉTTBÝLI ! Það að aka bíl í þéttbýli er jafn heimskulegt og að ganga um bæinn með byssu. Ef íbúar Akureyrar hefðu vit á því að vera ekki stöðugt úti að aka hefði drengurinn geta hjólað slysalaust úti á götu í notalegu og hljóðlátu bæjarsamfélagi.
En svona gerast slysin á þeim stöðum þar sem bíllinn er hafður í fyrirrúmi í öllu skipulagi. Gangstígar hafa ALDREI verið hannaðir með hjólreiðar í huga á Íslandi. Það eiga allir að hjóla úti á götu þá fyrst verður hjólreiðafólk sýnilegt.
Af reynslu minni frá Reykjavík þá geri ég ráð fyrir að viðbrögð bæjaryfirvalda á Akureyri verði að setja slá yfir gangstíginn. Þá má búast við því að einhver slasi sig á henni því líklega verður hún sett upp þar sem gróðurinn er þéttastur við stíginn og lítil lýsing. En eins og í Reykjavík telst það ekki til slysa þar sem það kemur í veg fyrir að okkar ástkæru bílar "slasist".
Hjólaði á bíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.6.2008 | 00:06
Bílaborgin Reykjavík verður áfram bílaborg.
Fimmtudaginn 19. júní 2008 varð mér ljóst að sú vinna sem ég hef sett í baráttu hjólreiðafólks á u.þ.b. 25 árum hefur ekki borið nokkurn árangur. Þó það hafi ekki verið mikið vinnuframlag þá hef ég sólundað nærri öllum mínum frítíma í þessi 25 ár í þetta málefni. Er mér að verða það ljóst að ég ætti að hætta þessari baráttu og finna mér eitthvað skemmtilegra að gera. Á þessum 25 árum hafa illa greindir stjórnmálamenn komið og farið, sama má segja um embættismenn borgarinnar. Líklega vegna þessa er ljóst að á þessum tíma hefur ekki tekist að koma þeim skilaboðum á framfæri til yfirvalda að borgarbúa vantar ekki fleiri hraðbrautir fyrir vélknúna umferð. Það hefur vantað aðstöðu fyrir fólk sem vill gera borgina að þeim sælureit sem hún getur verið ef stjórnvöld létu ekki stjórnast af einhverju einkennilegu sérhagsmunapoti og gegndarlausu daðri við einkabílinn. Í borgina hefur vantað aðstöðu fyrir fólk sem vill stunda vistvænar og hollar samgöngur eins og hjólreiðar. Lifa sparsömu, hollu og vistvænu lífi. Greinilega mjög flókin krafa fyrir karllæga og vélræna stjórnunarhætti.
Það sem fyllti mælinn hjá mér þann 19. júní var að meðfram Miklubraut er verið að bæta við enn einni akbrautinni fyrir vélknúin tæki. Í þetta skipti er þó verið að leggja forgangsakrein fyrir strætisvagna sem út af fyrir sig er hið besta mál þó deila megi um nauðsyn þess að bæta þurfi við enn einni akreininni. Landssamtök hjólreiðamanna sendu bréf á Reykjavíkurborgar og báðu um að samtímis yrði lögð hjólreiðabraut meðfram þessari stofnbraut borgarinnar: http://www.islandia.is/lhm/BrefLHM/2008/030608.htm, nokkuð sem hefur verið krafa hjólreiðafólks alla tíð. Landssamtökin báðu líka um svar en hafa ekki fengið. Borgin átti svo sem ekki að þurfa að fá bréf þessa efnis miðað við hvað undan hefur gengið. En formsins vegna var það sent. Þegar ég átti svo leið um eftir gangstíg Miklubrautar þann 19. sá ég að á því litla svæði sem eftir var fyrir hjólreiðabraut var nú verið að hlaða upp tveggja metra hárri hljóðmön. Þessi hljóðmön mun aðeins þrengja að gangandi og hjólandi vegfarendum og gera þessa leið enn torfærari að vetrarlægi. Vegna þessa má telja það öruggt að ekkert verður gert meðfram öðrum stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu þó það sé brýnasta málefnið til reiðhjólasamgangna.
Vegna þess hversu illa stjórnvöld koma fram við hjólreiðamenn með þessari framkvæmd sem og alls hins sem á undan hefur gengið þá er ég búinn að fá nóg. Ég get ekki átt eðlileg samskipti við vanhæfa embættismenn sem draga allt faglegt staf hjólasamtakanna á asnaeyrunum svo dögum, mánuðum og árum skiptir.
Það er engin sólarupprás í gangi í málefnum hjólreiðamanna á Íslandi. Aðstaða til hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu er verri í dag en hún var fyrir 25 árum. Það eina sem hefur batnað á þessum 25 árum er að í dag eru veður betri vegna trjágróðurs og líklega vegna hlýnandi veðurfars. Þá eru reiðhjólin og búnaður þeirra margfalt betri en áður.
Að óbreyttu sýnist mér að það verði útilokað að hjólreiðafólk fái jafnan rétt til samgangna á við þá vélknúnu á meðan borginni er stjórnað af þessu fólki. Stjórnvöld eru þvert á móti að reyna kæfa kröfu hjólreiðafólks með kjaftavaðli og síðan með röngum ákvörðunum. Þó liðin séu 27 ár frá því hjólreiðar voru leyfðar á gangstéttum, tekur hönnun gangstétta í dag ekki enn mið af því. Það sýna aðeins blindhornin.
Ég hvet hjólreiðafólk til að hjóla á akbrautum og á forgangsakreinum. Þar er hjólreiðafólk sýnilegt, þar eru ekki glerbrot og þar getur það farið eftir eðlilegum umferðareglum. Þar þarf ekki að glíma mið kanta og beygjur, auk þess sem akbrautir fá reglulegt viðhald. Gleymum því ekki að hjólreiðamenn eiga að vera á akbrautum en eru aðeins gestir á gangsstéttum.
Ef við verðum sýnileg misvitrum bílsjúkum ráðamönnum eru fyrst líkur á því að við náum sjónum og eyrum þessara ráðamanna.