Sundabraut í bílaborginni Reykjavík

Ég datt inn á "skemmtilegt" myndband frá  Rússlandi. Þar sem þetta voru jarðgöng af nýjustu gerð og greinilega af þeirri gerð sem öllu bílafólki dreymir um þá var mér óneytanlega hugsað til Sundabrautar, ekki síst í ljósi þess að umferðarmenning í Rússlandi svipar til þeirrar Íslensku.

Hér er hægt að horfa á myndbandið


Úraníum umhverfisvænna en Plútóníum

Kolabruni umhverfisvænni en olíubruni. 

Déskotans bull er þetta. Fréttamiðill eins og MBL ætti ekki að senda frá sér svona þvælu. Almenningur er er nógu illa að sér í umhverfisumræðunni svo ekki þurfi að flagga bulli sem þessu.  Af fyrra bloggi að dæma þá er greinilega til fólk sem notar svona "fréttaflutning" til að réttlæta sitt heimskulega líferni.

Það væri nær að segja t.d. "Reiðhjólið líklega eina farartækið sem talist getur umhverfisvænt"

Viti menn, líklega er það bara alveg rétt.


mbl.is Jeppar umhverfisvænni en tvinnbílar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fíflagangur

Hvað eru vélknúinn ökutæki að gera í Vestmannaeyjum? Eyjan er svo lítil að það er hægt að hlaupa hana horna á milli án þess að blása úr nös. 

En varðandi þetta torfæruhjólaslyss þá minnir það mann á að það eru til dómgreindalausir foreldrar sem leggja mikið upp úr því að börnin þeirra stundi "vélasport" sem þetta. Heimskulegra getur það ekki orðið. 


mbl.is Unglingsdrengur slasaðist á torfæruhjóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Letingjar á bílum

Stjórnvöld hafa ekki gert annað en að bæta aðgengi og auka svigrúm fyrir bíla svo koma megi á móts við þarfir letingja þessa lands. Samt verða alltaf til svona umferðasultur. Nú þurfa stjórnvöld að hætta þessu rugli og bjóða upp á alvöru hjólreiðabrautir. Þannig má leysa þennan "bílavanda". Ef það gerist ekki með tilkomu hjólreiðabrauta, þá þykir fólki einfaldlega það skemmtilegt að vera í svona umferðasultum.

Þó stjórnvöld hafi ekki gert nokkuð skapaðan hlut til að bæta aðstöðu hjólreiðafólks fer ég allra minna ferða á reiðhjóli vegna þess að það er besta farartækið í þéttbýli. Fjölmiðlar ættu ekki að tala um mikla bílaumferð heldur einfaldlega hvetja almenning til að nota reiðhjól innan borgarmarkana. 


mbl.is Morgunumferðin þung í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BúmBúmKrass

Sama gamla sagan. Hvenær ætli mönnum lærist að bílar henta ekki í borgum. Það er sama hvað miklu fé er sólundað í “vegabætur” fyrir akandi umferð, það hefur bara ein sýnileg áhrif. ÞAÐ EYKUR BÍLAUMFERÐ.

Er ekki komin tími til að leggja t.d. hjólreiðabrautir og minnka bílaumferð. Það eru einu virku aðgerðirnar til að fækka slysum, minnka eignatjón, bæta lýðheilsu, bæta fjárhaginn, minnka háfaða og loftmengun.

Hér koma tvær fréttir úr umferðinni sem sýna að hraðbrautir og mislæg gatnamót bæta allavega ekki umferðaöryggi.

Innlent | mbl.is | 31.8.2007 | 16:41

Fimm bíla árekstur á Miklubraut

Innlent | mbl.is | 30.8.2007 | 19:49

Fjögurra bíla árekstur á Höfðabakkabrú


mbl.is 30 umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ásættanlegt slys?

Fyrir um ári síðan fór ruslabíll frá Hringrás út af á sama stað. Hann flaug þó aðeins lengra.  Það slys sem og þetta snýst fyrst og fremst um hraða, ekki öryggisbelti eins og einhverjir bloggar halda fram á öðrum stað.

Bílar eru alltaf til vandræða. Þetta slys er bara eitt af þessum "ásættanlegu slysum" sem verða alla daga vegna bílaumferðar.  Það breytir engu hvort menn nota öryggisbelti eða ekki. Ef vegirnir verða betri og ökumenn telja sig finna til öryggiskenndar þá auka þeir bara hraðann upp í "þægileg adrenalínmörk". Þessi mörk eru oftast nær of há, því sjaldnast má eitthvað út af bera. Það hefði aldrei átt að malbika þessa brekku. Ökumenn fóru hægar um hana þegar hún var ómalbikuð. Ef við teldum þetta slys vera eitt af þessum "óásættanlegu slysum" þá mundum við lækka hámarkshraða á vegum landsins niður í 60 km hraða, jafnvel neðar. Því miður verður það ekki gert, við kjósum frekar að hafa örlítið meiri hraða þó það kosti slys, limlestingar, dauðsföll og ómæld fjárútlát einstaklinga og samfélagsins.


mbl.is Tveir á gjörgæslu eftir rútuslys í Fljótsdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besta baráttuaðferðin

Eftir að hafa lesið Staksteina Morgunblaðsins um snilldarlega baráttuaðferðir umhverfisverndarsinna í Berlin, þá gat ég ekki gert annað en lýst reynslu minni á því að nota mjúku baráttuaðferðina á Íslandi.

Meira um það í athugasemd við  Staksteina:

http://morgunbladid.blog.is/blog/morgunbladid/entry/273778/#comment524508  


Besta smyglleiðin í spilltu samfélagi

Í ríkisjónvarpinu í kvöld var greint frá því að einkaflugvélar væru ekki tollskoðaðar á Reykjavíkurflugvelli. Ég fer núna að skilja hvers vegna svona mikið framboð er af fíkniefnum hér á landi og hvers vegna aldrei er hægt að uppræta síaukið framboð harðra efna. Þarna fljúga hinir ósnertanlegu og moldríku með allt sitt smyglgóss inn í landið bara sísona. Líklega er afsökunin sú að þeir þurfa að flýta sér á fund. Við hin skítugu almúgabörn fáum að vera í biðröðum og sætta okkur við að borga ofurtolla af smáhlutum eins og Ipod-um ella er þeim stolið af tollvörðum. Hvernig væri að þessi auma lögrugla sem er að lumbra á náttúruverndarsinnum alla daga, líklega í æfingarskyni, hundskist með hunda um borð í þessar einkaflugvélar og kanni málið. Miðað við umfang einkaflugvélaumferðar á Reykjavíkurflugvelli þá má búast við því að þarna rúmist tvö stöðugildi dóphunda. Þeir ættu að vera alfarið kostaðir af þessum flottræflum sem koma með þessum þotum enda veitir þeim ekki af því að losa sig við slyðruorðið. Þjónustan er þá líka í þeirra þágu.

Miðað við umfang og ofsa íslenska hagkerfisins þá er því stjórnað af mönnum með báðar nasir stíflaðar af kókaíni.

Þá er hér líklega að finna skýringuna á því hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn hefur hafst minnstan áhuga á því að flytja flugvöllinum. Sá flokkur þjónar auðvitað sínum bestu skjólstæðingum þ.e. þeim moldríku og almennum fjármálabröskurunum.

Hér er svo líka komin skýring á því hvers vegna fangaflutningar CIA komu íslenskum stjórnvöldum á óvart. Hugsið ykkur bara fréttirnar. Tollgæslan finnur blóðuga "Talibana" í amerískri einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli! Það er ýmislegt að gerast á þessum flugvelli sem við höfum ekki hugmynd um en er bæði ólöglegt og ósiðlegt....hjá sumum

Ef það er ekki réttmæt krafa að þessar einkaþotur séu skoðaðar þá er kominn tími á blóðuga byltingu. Íslenskt samfélagi er orðið óþolandi rotið.


Hjólreiðabrautir, ekki bara hjálma

Það er svo sem ágætt að hjálmanotkun sé svona almenn hér á landi. Ef fólk setur það ekki fyrir sig að nota þá þá er er það mjög gott. En ef fólk er vill ekki nota þá þá er það betra að það hjóli hjálmlaust fremur en það hjóli ekki.  Það er hinsvegar athyglisvert hvað fólk er upptekið við að  tala um hjálminn í umræddu slysi. Vandamál þessa slyss ætti að vera umræðuefnið, ekki hvort hjólreiðafólk geti hlaðið á sig brynjum.  Ég lít ekki á hjálminn sem nauðsyn, en nota hann oftast nær. Hef tvisvar brotið hjálm við fall en einu sinni og í mínu versta slysi gerða hann ekkert gagn, þvert á móti olli hann meiri skaða.

Þegar ég skrifa þetta þá er ég nýbúinn að sleppa frá svínaríi í umferðinni þar sem bíll ók í veg fyrir mig (ég var á reiðhjóli). Samkvæmt umferðalögum taldist ég vera í rétti. Þó ég hafi verið í augnsambandi við ökumanninn þá var eins og hann sæi mig ekki og ók í veg fyrir mig eins og ég væri ekki til. Merkilegt ekki satt? En þetta er nokkuð sem ég hef ekki þurft að lenda í í öðrum löndum, en því miður daglegt brauð á Íslandi. Í síðustu viku var ég að koma úr tveggja vikna ferðalagi af hálendinu. Þá gerðist það nokkrum sinnum í uppsveitum Árnessýslu að bílar tóku fram úr öðrum bílum sem komu á móti mér og mig þar við hlið. Bílar struku sem sagt töskur mínar á 100-120 km hraða og ég kom á móti á ca 20 Km hraða. Það getur hver og einn séð að þetta getur boðið hættunni heim og hjálmur hugsanlega gert litið gagn. Ég hef lent í því á hverju sumri í þessum hjólaferðalögum mínum um landið að unglingar hafi haft það að leik að aka á ofsa hraða aftan að mér og rétt strjúka töskur mínar gasprandi og gólandi eða með hurðirnar opnar. Á Íslandi fá allir bílpróf þó þeir hafi ekki þroska til þess.

Það þarf að bæta umferðamenninguna, fá fólk til að skilja að á vegum hefur hjólreiðafólk líka rétt sem aðrir vegfarendur. Það þarf að þyngja ökuprófið sem er allt of létt. Það þarf að endurhanna umferðmerkingar og almenna hönnun umferðamannvirkja, ekki síst öll gatnamót. En það sem verður að gerast og hefði átt að gerast fyrir mörgum árum er að aðskilja hjólandi og akandi umferð, ekki síst í þéttbýli. Það er vægast sagt fáránlegt að í gegn um höfuðborgarsvæðið liggja hraðbrautir eins og Vesturlandsvegur og Reykjanesbraut án þess að það hafi verið gert ráð fyrir besta farartækinu á því svæði þ.e. reiðhjólinu.             ÞAÐ VANTAR AÐGREINDAR HJÓLREIÐABRAUTIR EKKI FLEIRI HJÁLMA.

Meira um það á vef Landssamtaka hjólreiðamanna http://hjol.org

 


mbl.is Alvarlega slasaður eftir reiðhjólaslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vesæl umfjöllun fjölmiðla

Það er rétt sem hér kemur fram í bloggi Landssamtaka hjólreiðamanna í meðfylgjandi frétt um hjólreiðaslysið á Vesturlandsveginum. http://lhm.blog.is/blog/lhm/entry/267940/

Það er og mun verða erfitt að nálgast upplýsingar um þetta slys.  Það er einkennilegt því almennt vantar ekki stöðugt bull um umferðaöryggi hjá Umferðastofu og Bílamálaráðuneytinu (Samgönguráðuneyti).

Þetta viðhengi með hjálminn í fréttinni þarf ekki að vera alslæmt en af hverju taka fjölmiðlar ekki þá stefnu að fjalla líka um aðstöðuleysi hjólreiðafólks á vitrænan hátt? Það er ákaflega líklegt að það hefði ekki orðið nokkurt slys ef hjólreiðamaðurinn hefði hjólað eftir NOTHÆFRI  HÓLREIÐABRAUT.  

Ég vill minna á að okkar auma bílamálaráðuneyti hefur ekki viljað fjalla um umferðaöryggi allra vegfarenda. Það hefur heldur ekki verið haft samband við hagsmunasamtök eins og Landssamtök hjólreiðamanna þegar til umfjöllunar hefur verið umferðaöryggi. Í raun hefur Bílamálaráðuneytið hundsað flestar ef ekki allar ábendingar Landssamtakana.

Ég vill svo minna á að bæði í Hollandi og Danmörku er ekki hjálmaskylda. Þar hefur tekist að fækka slysum á hjólreiðafólki umtalsvert. Ekki með því að hlaða á hjólreiðafólk brynjum heldur með því að bæta aðstöðu þess. Svo má velta því fyrir sér hvers vegna þeir aðilar sem fjalla um umferðaöryggi hvetji ekki ökumenn almennt til að nota hjálma við akstur? Nú er það sannað að hlutfallslega slasast fleiri ökumenn á höfði í bílslysum en hjólreiðamenn í hjólaslysum. Slysið á vesturlandsveginum hefði líka orðið mun minna ef ökumenn ækju hægar. Ætli það sé ekki komin tími til að lækka hámarkshraðan í þéttbýli? Þannig mætti fækka umferðaslysum almennt umtalsvert.

Reynum að bæta umfjöllunina um slys almenn. Þó bíladella og bílaást okkar íslendinga slævi dómgreind í skynsamlegri ákvarðanatöku er varða umferðaöryggi þá er nauðsynlegt að málin séu skoðuð frá öllum hliðum.

 

Ég hvet fólk til að kynna sér málefni hjólreiðafólks og umferðaöryggi á vef Landssamtaka hjólreiðamanna http://hjol.org


mbl.is Ekið á reiðhjólamann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband